Kirkjuskógskynið og Gnýfari
Þetta er saga af Dalakyni. Byrjar að vísu austur í Hreppum. Þar ríða menn í réttirnar og taka í fleyg undir réttarveggnum. Þar hitti ég oft vin minn á sama reki, sem hættur er að smakka það sjálfur en hefur gaman af því að bjóða öðrum. Hann er því á réttardaginn með pela og býður mönnum.