Örfáir eltast enn við þann gráa
Hákarlinn sveimar um kaldan norðurheimskautssjó og verður allra hryggdýra elstur. Íslendingar hafa veitt þann gráa allt frá 14. öld og stóðu hákarlaveiðar í mestum blóma á þeirri 18., þegar lýsi var notað sem ljósmeti víða í Evrópu og eftirspurn því mikil. Elstu heimildir um útflutning hákarlalýsis eru frá árinu 1624 og verkun enn svipuð og 1374.