Katanesdýrið
Á seinni hluta nítjándu aldar varð vart við skrímsli rétt hjá Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Kvikindi þetta olli nokkru uppnámi og var m.a. gerður út leiðangur af hinu opinbera til að ljósmynda dýrið og skjóta en hvorugt tókst. Að lokum hvarf kvikindið eins skyndilega og það birtist.