Yfir hundrað milljónir til umhverfisverkefna
Árlega veitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrki til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna.
Árlega veitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrki til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu sem feli í sér viðbætur við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Gert er ráð fyrir að Landsskipulagsstefna 2015-2026 gildi áfram en að mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála.
Sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni nýrrar skýrslu sem komin er út á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.
Fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út fyrir skömmu fyrstu almennu áætlunina um loftgæði fyrir Ísland og ber hún heitið Hreint loft til framtíðar. Áætlunin gildir fyrir árin 2018 til og með 2029 og er meginmarkmið hennar að stuðla að loftgæðum og heilnæmu umhverfi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út aðgerðaáætlun um notkun varnarefna til ársins 2031. Áætluninni er ætlað að ýta undir þróun nýrra varna í plöntuvernd og innleiða aðferðir sem ekki byggja á notkun efna, í því skyni að draga úr notkun þeirra við matvælaframleiðslu.
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að setja á á fót nefnd sem ætlað verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu.
Nýtt samkomulag í loftslagsmálum náðist á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál. Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í b...
Ný drög að hnattrænum samningi um aðgerðir í loftslagsmálum, með þátttöku allra ríkja, voru kynnt seint í gærkvöld á aðildaríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP21).
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna.
Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur skilað tilögum sínum til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er niðurstöðum hópsins skipt í þrjá meginflokka.
Starfshópur um hreindýraeldi afhenti umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi fyrir skömmu.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp til að skoða leiðir til að samþætta eða sameina stofnanir á sviði náttúruverndar og landgræðslu, með það að markmiði að efla stofnanakerfi ráðuneytisins á sviði verndunar og sjálfbærrar nýtingar náttúru landsins.