Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skoða grundvöll fyrir miðhálendisþjóðgarði
Fréttir 30. júní 2016

Skoða grundvöll fyrir miðhálendisþjóðgarði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að setja á á fót nefnd sem ætlað verður að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu.

Í frétt á vef  umhverfisráðuneytisins segir að nefndin eigi að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni að leiðarljósi.

Fyrirsjáanlegt er að álag aukist á svæðinu með aukinni ásókn ferðamanna og því er mikilvægt að kanna hvaða stjórntæki séu ákjósanlegust til að stýra álagi til lengri tíma.

Í nefndinni munu sitja fulltrúar frá forsætisráðuneyti, Samtökum ferðaþjónustunnar, Bændasamtökum Íslands, Samorku, umhverfisverndarsamtökum, Samtökum útivistarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk fulltrúa frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá munu sérfræðingar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði starfa með nefndinni auk þess sem Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands veita nefndinni ráðgjöf og upplýsingar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...