Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar
Fréttir 29. september 2015

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum.

Varnarefni ná yfir fjölbreyttan hóp efnavara s.s. illgresiseyða, skordýraeyða og tiltekinna sæfiefna og gilda um þau strangar reglur.

Meðal helstu nýmæla má að nefna að skylt verður að skoða og prófa reglulega búnað sem notaður er til dreifingar á plöntuverndarvörum,  notkun varnarefna á friðlýstum svæðum verður takmörkuð, fjallað er um sértækar ráðstafanir til verndar vatnavistkerfinu og dreifing varnarefna úr loftförum verður óheimil.

Þá eru ákvæði um gerð aðgerðaáætlunar til 15 ára um notkun plöntuverndarvara, en í henni skulu sett mælanleg markmið um aðgerðir til að draga markvisst úr notkun þeirra og stuðla að sjálfbærni á þessu sviði.

Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til 9. október 2015 á netfangið postur@uar.is og í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna.

 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...