Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar
Fréttir 29. september 2015

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna til kynningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um meðferð varnarefna.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að meginmarkmið reglugerðarinnar er að vernda menn og umhverfi fyrir hugsanlegri hættu sem stafar af meðferð varnarefna, tryggja að þeir sem koma að markaðssetningu, meðferð og notkun varnarefna hafi aflað sér nægilegrar þekkingar á öruggri meðferð þeirra, draga úr notkun varnarefna og takmarka eða banna notkun varnarefna á viðkvæmum svæðum.

Varnarefni ná yfir fjölbreyttan hóp efnavara s.s. illgresiseyða, skordýraeyða og tiltekinna sæfiefna og gilda um þau strangar reglur.

Meðal helstu nýmæla má að nefna að skylt verður að skoða og prófa reglulega búnað sem notaður er til dreifingar á plöntuverndarvörum,  notkun varnarefna á friðlýstum svæðum verður takmörkuð, fjallað er um sértækar ráðstafanir til verndar vatnavistkerfinu og dreifing varnarefna úr loftförum verður óheimil.

Þá eru ákvæði um gerð aðgerðaáætlunar til 15 ára um notkun plöntuverndarvara, en í henni skulu sett mælanleg markmið um aðgerðir til að draga markvisst úr notkun þeirra og stuðla að sjálfbærni á þessu sviði.

Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til 9. október 2015 á netfangið postur@uar.is og í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að reglugerð um meðferð varnarefna.

 

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...