Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu
Fréttir 17. júlí 2018

Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu sem feli í sér viðbætur við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Gert er ráð fyrir að Landsskipulagsstefna 2015-2026 gildi áfram en að mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála.

Lögð er áhersla á að í landsskipulagsstefnu verði sett fram stefna um hvernig beita megi skipulagsgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að bindingu þeirra og bregðast við og aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru óumflýjanlegar.

Þá er áhersla á að sett verði fram stefna um skipulagsgerð með tilliti til landslags í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðum. Sérstaklega verði fjallað um óbyggð víðerni í því sambandi, skipulag vindorkunýtingar með tilliti til landslags og um skipulag með tilliti til landslagsverndar.

Loks er lögð áhersla á sett verði fram stefna og leiðbeiningar um skipulagsgerð sem stuðli að bættri lýðheilsu og vellíðan.

Auk framangreindra breytinga er Skipulagsstofnun falið að yfirfara gildandi stefnu varðandi haf- og strandsvæði með tilliti til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Gert er ráð fyrir að tillaga Skipulagsstofnunar að breytingu á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 berist ráðuneytinu eigi síðar en í desember 2019.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...