Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum
Fréttir 22. september 2015

Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur skilað tilögum sínum til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er niðurstöðum hópsins skipt í þrjá meginflokka.

Í fyrsta lagi er fjallað um forsendur skipulags og ákvarðanatöku um landnotkun. Telur starfshópurinn meðal annars brýnt að samræma verklag hjá opinberum stofnunum við öflun, skráningu, viðhald og miðlun landupplýsinga á Íslandi. Þá er lagt til að ríkið móti sér eigendastefnu um nýtingu og aðra ráðstöfun landareigna í þess eigu. Þannig hljóðar upphaf fréttar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Í öðru lagi er fjallað um mikilvægi stefnumörkunar og lögleiðingar áætlana fyrir ólíka málaflokka, svo sem landbúnað, landgræðslu, skógrækt og ferðaþjónustu. Slíkar áætlanir fælu í sér stefnumótun til langs tíma og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Leggur starfshópurinn til að mótuð verði stefna um stuðning ríkisins í þágu sjálfbærrar landnýtingar og náttúruverndar.

Loks er fjallað um stefnumörkun sem snýr meðal annars að sveitarfélögum. Leggur starfshópurinn til að hvert sveitarfélag móti sér stefnu um uppskiptingu bújarða, með hliðsjón af flokkun landbúnaðarlands, jarðalögum og eigin atvinnustefnu. Enn fremur þurfi að fjalla um loftslagsbreytingar, möguleg áhrif þeirra, aðlögun og mótvægisaðgerðir í áætlunum á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar með talið í skipulagsáætlunum og áætlunum fyrir ólíka málaflokka.

Starfshópinn skipuðu þau Björn Helgi Barkarson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Einar Jónsson, Níels Árni Lund og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...