Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sjálfbær ferðamennska í brennidepli
Fréttir 6. júní 2018

Sjálfbær ferðamennska í brennidepli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum er umfjöllunarefni nýrrar skýrslu sem komin er út á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.

Fjölgun ferðamanna hefur verið mikil á Norðurlöndum undanfarin ár. Fjöldi gesta hefur aukist verulega á vinsælustu ferðamannastöðunum og leitt af sér álag á viðkvæma náttúru og opinbera innviði auk þess sem fjölmörg dæmi eru um kostnaðarsamar björgunaraðgerðir vegna ferðamanna sem lent hafa í hættu.

Til að bregðast við þessu hafa margir viljað nýta hagræn stjórntæki til að tryggja sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar. Í skýrslunni er hins vegar bent á að á Norðurlöndunum geti t.d. réttur almennings til aðgengis að náttúrunni takmarkað möguleika á að koma á aðgangsgjöldum í ferðaþjónustu. Sjálfbær þróun í ferðaþjónustu krefjist heildrænnar nálgunar sem taki tillit til umhverfislegra, samfélagslegra og efnahagslegra þátta með langtímahugsun að leiðarljósi.

Höfundar skýrslunnar leggja því til hóflega notkun hagstjórnartækja í bland við sveigjanlegar stjórnunaráætlanir sem virkja breiðan hóp haghafa, lagasetningu og beitingu annarra stjórntækja hins opinbera.

Skýrslan Tourism, nature and sustainability: A review of policy instruments in the Nordic countries.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...