Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda
Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.
Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.
Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra útbreiðslu búfjársjúkdóma. Ein sterkasta birtingarmynd þeirra eru sauðfjárveikivarnarhólf sem skipta Íslandi í 25 hluta og niðurskurður þegar upp kemur riða. Þessar hömlur eiga sér langa sögu en óvíst er hvort hún verði mikið lengri með nýjum verkfærum í baráttunni við ...
Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í baráttunni við búfjársjúkdóma.
Varnarlína við ána Blöndu var lögð niður þann 1. febrúar 2018. Það var gert að tillögu Matvælastofnunar og með því var Húna- og Skagahólf gert að einu varnarhólfi sem er merkt nr. 9. Samtals eru um 60 þúsund fjár innan hólfsins, sem skiptast gróflega þannig að um 20 þúsund fjár eru í Skagahólfi og um 40 þúsund í Húnahólfi.
Allt Skjálfandahólf hefur nú verið skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, en um áramótin hafði ekki komið upp smit í því í tuttugu ár. Þá eru eftir sjö varnarhólf sem eru flokkuð sem sýkt varnarhólf, af þeim 25 sem landið er flokkað niður í.
Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.
Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í morgun kemur fram að Blöndulína hefur verið felld niður sem varnarlína vegna dýrasjúkdóma með ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Segir þar að takmarkanir á flutningum sauðfjár í fyrrum Húnahólfi lengist sem nemur nýjasta tilfelli riðu í fyrrum Skagahólfi.
Eins og flestir búfjáreigendur vita er landinu skipt upp í 26 varnarsvæði með svokölluðum varnarlínum sem ýmist eru girðingar eða náttúrulegar hindranir. Til að auðvelda eftirlit eru mismunandi litir hafðir á eyrnamerkjum í sauðfé eftir því hvaða varnarhólfi það tilheyrir.