Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eins og sjá má á þessu korti eru bæði Húnahólf og Skagahólf með sama númer (9) eftir að varnarlína við Blöndu var aflögð 2018. Hugmyndir Halldórs Runólfssonar, fyrrverandi yfirdýralæknis, um niðurskurð, snerta eldi á um 60 þúsund fjár og kostnaður ríkisins gæti numið um 6 milljörðum króna.
Eins og sjá má á þessu korti eru bæði Húnahólf og Skagahólf með sama númer (9) eftir að varnarlína við Blöndu var aflögð 2018. Hugmyndir Halldórs Runólfssonar, fyrrverandi yfirdýralæknis, um niðurskurð, snerta eldi á um 60 þúsund fjár og kostnaður ríkisins gæti numið um 6 milljörðum króna.
Mynd / MAST
Fréttir 7. október 2021

Varnarlína við Blöndu var lögð niður 2018

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Varnarlína við ána Blöndu var lögð niður þann 1. febrúar 2018. Það var gert að tillögu Matvæla­stofnunar og með því var Húna- og Skagahólf gert að einu varnarhólfi sem er merkt nr. 9. Samtals eru um 60 þúsund fjár innan hólfsins, sem skiptast gróflega þannig að um 20 þúsund fjár eru í Skagahólfi og um 40 þúsund í Húnahólfi.

Í ljósi þeirrar umræðu sem nú á sér stað um útbreiðslu riðu á svæðinu hafa bændur kallað eftir því að þessi ákvörðun verði tekin til endurskoðunar.

Samkvæmt 12. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim er ráðherra falið að ákveða, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, hvaða varnarlínum skuli haldið við og ef nauðsyn krefur hvort setja eigi upp nýjar varnarlínur. Breytingar hafa nokkrum sinnum verið gerðar á varnar­línum.

Í mars árið 2017 kom út ­skýrsla um endurskoðun á varnarlínum vegna sauðfjársjúkdóma. Í skýrslunni leggur héraðslæknir umdæmisins til að varnarhólfin Húnahólf og Skagahólf verði sameinuð því áin Blanda, sem skilur hólfin að, er engan veginn nægur farartálmi fyrir sauðfé. Þá vantaði ristarhlið við báðar Blöndubrýrnar og sjúkdómsstaða í báðum hólfum væri hin sama.

Skortur á fjármagni til viðhalds og endurbóta á girðingunni

Meginrökin fyrir því að leggja niður varnarlínu við Blöndu var skortur á fjármagni til viðhalds og endurbóta á girðingunni. Bændur á svæðinu mótmæltu harðlega áformum um niðurfellingu á Blöndulínu á sínum tíma. Niðurstaða nefndarinnar sem vann að tillögum um endurskoðun á varnarlínum var í samræmi við kröfur bænda. Nefndin lagðist gegn því að línan yrði lögð niður, en lagði jafnframt til að tryggt yrði fjármagn til að gera línuna fjárhelda og viðhalda henni.

Í ummælum nefndarinnar er á það bent að sjúkdómastaða í varnarhólfunum tveimur væri ólík. Riða hafi þannig greinst síðast í Húnahólfi árið 2007 en hafði greinst árið 2016 í Skagahólfi, ári áður en skýrslan kemur út. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu nefndarinnar fór það þannig að Blöndulína var lögð niður og hólfin sameinuð með innleiðingu á nýrri reglugerð 1. febrúar 2018.

Landinu skipt upp í 25 varnarsvæði

Landinu er nú skipt upp í 25 varnarsvæði með svonefndum varnarlínum sem ýmist eru girðingar eða náttúrulegar hindranir. Um tíma voru varnarlínurnar 29 talsins og aukalínur innan svæða. Upphaflegur tilgangur þessa fyrirkomulags var sá að varna útbreiðslu sauðfjársjúkdóma sem borist höfðu til landsins með innflutningi á karakúlfé frá Þýskalandi árið 1933, garna- og mæðuveiki.

Varnarhólfin voru liður í aðgerðum sem ráðist var í til að útrýma sjúkdómum og það tókst hvað mæðiveikina varðar. Ekki tókst jafnvel upp með garnaveikina sem enn er til staðar. Bólusetning hefur dregið mjög úr tíðni garnaveiki á liðnum árum og henni útrýmt á nokkrum svæðum.

Riðuveiki ólík öðrum smitsjúkdómum í sauðfé

Riðuveiki er ólík mörgum öðrum smitsjúkdómum í sauðfé að því leyti að um breytt prótein er að ræða en ekki vírus. Riðuveiki er talin hafa borist til landsins með enskum hrúti sem fluttur var inn frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan þeim enska, en hún virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 75 árin, en varð að smitfaraldri sem óð yfir stóran hluta landsins yfir tveggja áratuga skeið. Svo hröð útbreiðsla hafði ekki sést í öðrum löndum. Tjón varð líka stórfelldara en menn áður þekktu, 10–15% dauðföll voru algeng árlega á fullorðnu fé og stundum meira. Riðuveiki hefur lagst á ýmsar tegundir dýra í öðrum löndum, en sauðfé er eina dýrategundin hér á landi sem vissa er um að hafi tekið sjúkdóm í þessum flokki, þ.e. TSE, sem er smitandi heilasjúkdómur.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...