Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 16. janúar 2020

Skjálfandahólf skilgreint sem riðufrítt varnarhólf

Höfundur: smh

Allt Skjálfandahólf hefur nú verið skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, en um áramótin hafði ekki komið upp smit í því í tuttugu ár. Þá eru eftir sjö varnarhólf sem eru flokkuð sem sýkt varnarhólf, af þeim 25 sem landið er flokkað niður í.

Engin riðusýkt svæði eru því í Skjálfandahólfi en áfram gilda takmarkanir á flutningi á fé milli bæja þar sem garnaveiki hefur greinst síðustu tíu árin. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun gilda sömu reglur um sýkt svæði innan varnarhólfs og um sýkt varnarhólf; allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim yfir varnalínur eru bannaðar. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar.

Leyfi þarf til að flytja inn á ósýkt svæði

Þegar skilgreind eru ósýkt svæði innan varnarhólfs þá gilda sömu reglur og um ósýkt varnarhólf; engar takmarkanir eru settar á flutninga með lifandi fé milli hjarða innan þessara svæða. Hins vegar þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar ef flytja á fé inn á þessi svæði.

Eftirtalin sjö varnarhólf eru þá enn skilgreind sem sýkt riðusvæði: Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs.

Landnámshólf verður næst til að verða aflétt úr riðuhöftum, eða í lok árs 2023, komi ekki upp smit. Þar á eftir er það Biskupstungnahólf, ári seinna. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...