Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda
Fréttir 7. mars 2024

Matvælastofnun kærir fjárflutninga bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun (MAST) hefur kært til lögreglu meintan fjárflutning bænda á tveimur bæjum úr Snæfellshólfi yfir sauðfjárveikivarnarlínu í Vesturlandshólf.

Kæran kemur í kjölfar ábendingar sem MAST barst í haust um að kindur hefðu verið fluttar yfir varnarlínu, sem er bannað samkvæmt dýrasjúkdómalögum. Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að til grundvallar ákvörðuninni um að vísa málinu til lögreglu hafi meðal annars verið myndefni sem stofnunin hefur undir höndum.

Bæirnir eru í gamla Kolbeins­staðahreppi. Að sögn Einars neituðu bændurnir sök, þegar þeim var veittur andmælafrestur. Hann segir að samkvæmt 30. grein laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, varða brot gegn lögunum, reglugerðum og fyrirmælum gefnum samkvæmt þeim sektum eða fangelsi allt að 2 árum. „Allt bendir til að féð hafi sloppið yfir varnarlínuna vegna þess að varnarhlið var opið eftir ferðamenn. Bændurnir sóttu það aftur yfir varnarlínuna að vitnum ásjáandi. Í fyrstu málsgrein 25. greinar dýrasjúkdómalaga segir að sleppi sauðfé yfir varnarlínur skuli því slátrað. Við vísum málinu til lögreglu fyrst og fremst vegna þess að lögregla hefur víðtækari rannsóknarheimildir en MAST. Í öðru lagi hefur MAST engar refsiheimildir samkvæmt dýrasjúkdómalögum, öfugt við til dæmis dýravelferðarlög þar sem MAST getur refsað með stjórnvaldssektum,“ segir Einar.

Skylt efni: varnarhólf | varnarlínur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...