Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin
Fréttir 11. desember 2019

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin

Höfundur: smh

Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.

Matvælstofnun greindi frá þessu í dag. Fé má þá flytja frjálst innan hólfsins sem er skilgreint sem svæðisskipt varnarhólf, þar sem svæðin Skútustaðahreppur, Engidal og Lundarbrekku – og bæir þar fyrir sunnan – teljast ósýkt svæði í annars sýktu hólfi..

Gangi þetta eftir verða enn sjö varnarhólf skilgreind sýkt svæði; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs. 

 

Mynd / Matvælastofnun

Matvælastofnun hvetur til þess að sauðfjáreigendur haldi áfram vöku sinni fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðs héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. „Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar.

 

Fjöldi staðfestra riðutilfella frá árinu 1987. Mynd / Matvælastofnun

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...