Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gallerískonur f.v. Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Lína Björk Ingólfsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir, en þær hafa opnað Gallerí Feimu í húsnæði gamla frystihússins á Dalvík.
Gallerískonur f.v. Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Lína Björk Ingólfsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir, en þær hafa opnað Gallerí Feimu í húsnæði gamla frystihússins á Dalvík.
Líf og starf 21. júlí 2021

Áhersla á fallega gjafa- og nytjavöru hjá Feima gallerí

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Feima gallerí hefur verið opnað í skrifstofurými gamla frystihússins á Dalvík, en að baki því standa fjórar konur í Dalvíkurbyggð, þær Lína Björk Ingólfsdóttir, Monika Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Guðrún Inga Hannesdóttir. Þær hafa allar um árabil unnið við handverk og hönnun og eða komið að rekstri gallería. Þannig rak Lína galleríið Iðju og síðar „Dóttur skraddarans“ á Dalvík í rúman áratug, hún hefur unnið í leir í ríflega aldarfjórðung og sótt ótal námskeið. Monika Margrét rekur Keramik­loftið á Árskógssandi en segja má að hún hafi alist upp innan um keramik, því móðir hennar rak samnefnt fyrirtæki á Akureyri allar götur frá árinu 1991. Sigríður rak galleríið Stjörnuna á Dalvík en hún er þekktust fyrir glervörur og hefur starfað sjálfstætt í þeim geira frá árinu 2004. Að auki þrykkir hún einnig á tau. Guðrún Inga er grafískur hönnuður að mennt og er með laserskornar vörur hjá Daley hönnun á Dalvík. Hún hefur hannað töluvert af minjagripum fyrir Gallerí Gullsól í Grímsey í gegnum tíðina.
Stöllurnar taka auk eigin handverks einnig inn í galleríið fjölbreyttar vörur frá handverksfólki sem tengist Dalvíkurbyggð. Þær segja að handverksfólk í byggðarlaginu vinni við alls kyns handverk, þar kenni margra grasa og þær vilji gefa fólki kost á að sjá úrvalið á einum stað. Alls er í boði handverk frá tæplega 20 manns til að byrja með. Þær segja Feimu bæði fyrir heimafólk og ferðalanga sem fari um, en engir minjagripir eru í boði heldur er áhersla á fallega gjafa- og nytjavöru. Auk þess sem opið er í galleríinu frá miðvikudegi til sunnudags er stefnt að því að hafa nokkra útimarkaði í porti framan við húsið í sumar. 

Skylt efni: handverk

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...