Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Álka
Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó. Hún hefur fæturna aftarlega á búknum sem gerir hana að mjög góðum sundfugli en aftur á móti lakari til að komast um á landi þar sem hún þarf að nota stélið til að halda jafnvægi. Þær koma aðeins á land til að verpa og liggja þær á í rétt rúman mánuð. Varpstöðvarnar eru í byggðum við sjó þar sem þær verpa í sprungum eða syllum. Ungarnir stoppa stutt í hreiðrinu og yfirgefa vörpin löngu áður en þeir verða fleygir og elta foreldrana út á haf. Þar kafar álkan eftir smáfiskum eins og sandsílum, loðnu og síld. Álkan líkt og aðrir svartfuglar notar bæði vængina og fæturna til að kafa. Þær eru að nokkru leyti staðfugl en breiðast aðeins um Atlantshafið á veturna, einkum milli Íslands, Færeyja og Noregs. Stofninn er um 300.000 pör og verpa 60% af öllum álkum í heiminum hér við land.

Skylt efni: fuglinn

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...