Álka
Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó. Hún hefur fæturna aftarlega á búknum sem gerir hana að mjög góðum sundfugli en aftur á móti lakari til að komast um á landi þar sem hún þarf að nota stélið til að halda jafnvægi. Þær koma aðeins á land til að verpa og liggja þær á í rétt rúman mánuð. Varpstöðvarnar eru í byggðum við sjó þar sem þær verpa í sprungum eða syllum. Ungarnir stoppa stutt í hreiðrinu og yfirgefa vörpin löngu áður en þeir verða fleygir og elta foreldrana út á haf. Þar kafar álkan eftir smáfiskum eins og sandsílum, loðnu og síld. Álkan líkt og aðrir svartfuglar notar bæði vængina og fæturna til að kafa. Þær eru að nokkru leyti staðfugl en breiðast aðeins um Atlantshafið á veturna, einkum milli Íslands, Færeyja og Noregs. Stofninn er um 300.000 pör og verpa 60% af öllum álkum í heiminum hér við land.

Skylt efni: fuglinn

Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó...

Menntskælingar læra bridds
Líf og starf 28. ágúst 2024

Menntskælingar læra bridds

Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fj...

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi...

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bri...

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð
Líf og starf 26. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð

Það er ástæða til að fagna því að skriður sé kominn á innviðauppbyggingu förguna...

Liggur þú í glimmerpækli?
Líf og starf 26. ágúst 2024

Liggur þú í glimmerpækli?

Eftir drunga sumarsins dreymir sjálfsagt marga um örlítið glitur vonar. Það má a...

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Hveragerðiskirkju
Líf og starf 26. ágúst 2024

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars í Hveragerðiskirkju

Meðal kirkjugesta í guðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 14. júlí síðast...

Lítill verslunarrekstur í stöðugri þróun
Líf og starf 26. ágúst 2024

Lítill verslunarrekstur í stöðugri þróun

Á Melum á Flúðum er lítil sveitabúð sem hét Litla Melabúðin, en nafninu var fyri...