Álka
Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó. Hún hefur fæturna aftarlega á búknum sem gerir hana að mjög góðum sundfugli en aftur á móti lakari til að komast um á landi þar sem hún þarf að nota stélið til að halda jafnvægi. Þær koma aðeins á land til að verpa og liggja þær á í rétt rúman mánuð. Varpstöðvarnar eru í byggðum við sjó þar sem þær verpa í sprungum eða syllum. Ungarnir stoppa stutt í hreiðrinu og yfirgefa vörpin löngu áður en þeir verða fleygir og elta foreldrana út á haf. Þar kafar álkan eftir smáfiskum eins og sandsílum, loðnu og síld. Álkan líkt og aðrir svartfuglar notar bæði vængina og fæturna til að kafa. Þær eru að nokkru leyti staðfugl en breiðast aðeins um Atlantshafið á veturna, einkum milli Íslands, Færeyja og Noregs. Stofninn er um 300.000 pör og verpa 60% af öllum álkum í heiminum hér við land.