Arfleið óttans
Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem kallast Arfleifð óttans.
Sagan segir frá ári í ævi fátækrar verkamannafjölskyldu á sjötta áratug síðustu aldar.
Unnur Sólrún, sem hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur, er fædd á Vopnafirði en ólst upp á Eskifirði frá unga aldri og hefur lengst af alið manninn í Svíþjóð.
Í bókinni er grennslast fyrir um liðinn tíma og lýst dugnaði fólks sem lagði allt undir til að sjá sér og sínum forborða og öðlast betra líf. Aðalpersóna bókarinnar er yngsta barn fjölskyldunnar, Hanna.
Í bókinni er einnig að finna neðanmálsgreinar sem meðal annars vitna í fjölmiðla og veita innsýn í tíðaranda á þeim tíma sem sagan gerist. Útgefandi er Kulturebolaget Odukat AB.