Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals
Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu fjárframlagi frá Fljótsdalshreppi.
Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.
Einstaklingar, félög og aðrir lögaðilar geta fengið styrki úr sjóðnum óháð búsetu enda uppfylli verkefni sem óskað er eftir að verði styrkt skilyrði sem fram koma í markmiðum sjóðsins og skilyrði úthlutunarreglna sem stjórn skal setja sjóðnum.
Stjórn sjóðsins ákveður styrki til einstakra verkefna og hvernig þeir greiðast til styrkþega.
Stjórn Samfélagssjóðsins auglýsti eftir umsóknum um styrki eftir miðjan janúar og bárust alls 30 umsóknir. Heildarkostnaður verkefna var 75 milljónir kr. og sótt um 35 milljónir kr.
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita styrki til alls 18 verkefna að upphæð 12.800.000 kr.