Auðnutittlingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta finkan sem verpur hér á landi. Auðnutittlingar eru fræætur og hefur fjölgað hér með aukinni skógrækt. Þeir eru afar félagslyndir, geta verið algengir gestir þar sem fuglum er gefið og geta hóparnir orðið nokkuð stórir. Þeir hænast auðveldlega að fólki þar sem þeim er gefið og geta jafnvel byggt upp svo mikið traust að þeir borði úr lófanum á fólki. Það hefur verið vinsælt að gefa þeim sólblómafræ en þeirra helsta fæða sem þeir sækja í eru birkifræ og má segja að þeir byggi tilveru sína hér á birkifræi. Það geta því verið nokkuð öfgakenndar sveiflur í stofninum eftir því hvernig árferði hefur verið fyrir þroska birkifræja. Auðnutittlingurinn er staðfugl og finnst svo að segja um allt land þar sem er skógrækt.

Skylt efni: fuglinn

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...