Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin
Líf og starf 20. september 2022

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og Anton Helgi Jónsson skáld hljóti Borgfirsku menningarverðlaunin árið 2022.

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir menningarmál og hins vegar ljóðlist og voru afhent í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. ágúst síðastliðinn.

Fróðleikur um búskaparhætti

Í greinargerð vegna verðlaunanna segir meðal annars að Bjarni Guðmundsson hafi verið ötull við að safna fróðleik um búskaparhætti frá upphafi landnáms til dagsins í dag og að þeim fróðleik hafi hann miðlað í fjölda bóka og rita og hann hljóti menningarverðlaun Minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar.

Einföld sem flókin fyrirbæri skilgreind

Um Anton Helga Jónsson segir að meðal helstu höfundareinkenna hans sé ríkt skopskyn sem með tímanum hefur fengið æ dýpri undirtóna. Hann beitir heimspekilegri nálgun á viðfangsefnin sem geta verið afar hversdagsleg, jarðbundin og líkamleg. Einföld sem flókin fyrirbæri eru skilgreind upp á nýtt með frumlegum og óvæntum hætti, tvíræðni og margræðni eru meðal helstu einkenna í skáldskap hans. Ljóðin afhjúpa hvers kyns mótsagnir mannlegs lífs, bresti samfélagsins en einnig einstaklingsins. Anton Helgi hlaut verðlaunin fyrir ljóðlist.

Um minningarsjóðinn

Minningarsjóður Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu var stofnaður 1974 og hlutverk hans er að leggja lið og vekja athygli á því sem vel er gert í menningarmálum í Borgarfirði og ljóðlist á Íslandi. Auk þess að halda á lofti minningu hjóna Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu.

Skylt efni: menningarverðlaun

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...