Frá Uttakleiv í Noregi, þar sem finna má vinsæla strönd.
Frá Uttakleiv í Noregi, þar sem finna má vinsæla strönd.
Á faglegum nótum 26. nóvember 2024

Gestastjórnun – svið í vexti fyrir sjálfbæra stjórnun á ferðaþjónustu og útivist

Höfundur: Dr. Knut Bjørn Stokke, dósent í skipulagsfræði og dr. Thomas Haraldseid, nýdoktor í skipulagsfræði, Institutt for by- og regionplanlegging, NMBU (Umhverfis- og lífvísindaháskóli Noregs) (íslensk þýðing: Harpa Stefánsdóttir).

Ferðaþjónusta er alþjóðlegt fyrirbæri og með auknum straumi gesta til staða og áhugaverðra náttúrusvæða skapast bæði tækifæri og áskoranir.

Tækifærin tengjast oft aukinni verðmætasköpun, nýjum samskiptum milli fólks og upplifunumínáttúrunni. Stjórnlausmassatúrismi skapar hins vegar álag á staðbundin náttúru- og menningarverðmæti og þau samfélög sem verða fyrir áhrifum. Eitt af meginumfjöllunarefnum norrænu skipulagsrannsóknaráðstefnunnar PLANNORD, sem fram fór í Reykjavík 21.–23. ágúst sl., bar yfirskriftina „Ný skipulagsrými fyrir staðbundna og svæðisbundna þróun“. Þar var gestastjórnun (e. visitor management) kynnt og rædd sem nýtt sjónarhorn í aðal- og svæðisskipulagi, með dæmum frá Noregi.

Áskoranir tengdar ferðamannavæðingu voru einnig teknar upp af lykilfyrirlesara ráðstefnunnar, dr. Torill Nyseth, prófessor við Háskólann í Tromsø, en hún benti á neikvæðar afleiðingar ferðaþjónustu og áhrifa hennar á borgir og samfélög. Torill Nyseth nefndi m.a. heimabæ sinn, Tromsø í Norður-Noregi, sem dæmi, þar sem orðið hefur næstum sprenging í fjölda ferðamanna á undanförnum árum.

Í Noregi hefur gestastjórnun verið mest beitt hingað til í þjóðgörðum ásamt stórum friðlýstum svæðum. Þó getur gestastjórnun einnig gegnt mikilvægu hlutverki fyrir svæði og samfélög utan verndarmarka, þar sem álag frá ferðamönnum er álíka mikið (Stokke, 2017). Þetta krefst þess að sveitarfélög, sem hafa skipulagsvald samkvæmt skipulags- og byggingarlögum, taki þátt. Nordland fylkeskommune (fylkið Norðurland) hefur verið leiðandi á þessu sviði með tilraunaverkefni um gestastjórnun í samstarfi við valin sveitarfélög í Lofoten, sem NMBU (Umhverfis- og lífvísindaháskóli Noregs) hefur rannsakað í gegnum rannsóknarverkefnið LANDTIME (Stokke o.fl. 2024). Lofoten með hvítar sandstrendur, lítil landbúnaðarþorp og lifandi sjávarbyggðir, þar sem brött fjöll mæta úthafi, hefur upplifað mikla aukningu í fjölda gesta með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir náttúru og samfélög.

Það sveitarfélag í Lofoten sem er komið hvað lengst í að samþætta ferðaþjónustu í skipulagsáætlanir sínar er Vågan, en sveitarfélagið hefur gert óformlega aðgerðaáætlun til að takast á við skammtíma samþykktir sem tengjast sorphirðu, hreinlætisaðstæðum og „tjöldun í villtri náttúru“. Samhliða þessu hefur verið unnið að langtímaáætlunum sem varða samþættingu ferðaþjónustu við aðalskipulagið, þar sem eitt markmiðið er að skapa ferðaþjónustu sem styrkir góðar aðstæður fyrir samfélag til að búa og lifa í. Mikilvægir árangursþættir varða mikla stjórnunartengda og pólitíska þátttöku, m.a. með því að stofna þverfaglegan ferðaþjónustuhóp sem samanstendur af fulltrúum frá ýmsum stjórnsýslutengdum stofnunum, stjórnmálaflokkum og ferðaþjónustu (Stokke o.fl. 2024).

Sveitarfélagið Vågan hefur einnig unnið að ferðaþjónustu fyrir þéttbýlið Kabelvåg, sem liggur milli tveggja „aðdráttarafla fyrir ferðmennsku“, Svolvær og Henningsvær. Kabelvåg er fyrst og fremst búsetusvæði, og í skipulagsáætlunum var lögð áhersla á hvernig hægt væri að stuðla áfram að uppbyggingu þar sem góðs staðar til að búa á, en samhliða byggja á hugmyndafræði um takmarkandi ferðaþjónustu á forsendum íbúanna. Þrýstingur frá ferðaþjónustunni er hins vegar einnig að aukast í Kabelvåg, m.a. tengt áformum um nýja harðfiskmiðstöð landsins, sem á að miðla sögu um fiskveiðar við Lofoten og útflutning á harðfiski til meginlandsins.

Í sveitarfélaginu Vestvågøy er búið að stofna, eins og í sveitarfélaginu Vågan, þverfaglegan ferðaþjónustuhóp með ýmsum geirum sveitarfélagsins, fyrirtækjum áfangastaða og útivistarráði svæðisins, auk landeigenda – til að styðja við byggðirnar með brýnustu áskoranirnar tengdar mikilli ferðaþjónustu. Tvö af þéttbýliskjörnunum sem um ræðir eru Haukland og Uttakleiv, þar sem finna má tvær mjög vinsælar strendur og einn af mest heimsóttu fjallstoppunum í Lofoten. Hér hefur orðið til góð reynsla af því að stofna tengiliði í sveitarfélaginu og í þéttbýliskjörnunum, til að geta tekið fljótt á þeim áskorunum sem koma upp. Einnig hefur verið góð reynsla af því að koma á fót gestgjafaþjónustu á ferðatímabilinu, þar sem ráðið hefur verið ungt fólk frá staðnum til þess að sinna bílastæðum, þjónustuaðstöðu, viðhaldi og upplýsingagjöf.

Tengt ferðaþjónustu sveitarfélagsins hefur bygging nýrrar gestamiðstöðvar við Haukland- strönd vakið mikla athygli. Vaxandi ferðaþjónusta og bætt aðstaða með tilkomu gestamiðstöðvarinnar stuðlar einnig að breytingu á því hverjir nýta sér útivistarmöguleika svæðisins, þar sem sífellt fleiri íbúar þess forðast nú Haukland-strönd vegna umfangs ferðaþjónustunnar. Samhliða þessu hefur verið erfitt að taka á auknu álagi vegna útivistar á beitiland, einkum þar sem beitt hefur verið í bröttum, grænum og opnum fjallshlíðum um aldir. Fjárbúskapur hefur verið mikilvæg atvinnugrein í langan tíma og er hluti af sérkenni svæðisins, en sem nú á einnig undir högg að sækja vegna aukins þrýstings frá vaxandi ferðamannastraumnum.

Ferðaþjónusta er flókið og krefjandi svið þar sem fleiri geirar og aðilar verða að koma að borðinu. Reynsla frá Lofoten sýnir að sveitarfélögin hafa komið áskorunum sínum á dagskrá, en þar sem mörg stór vandamál þarfnast enn úrlausnar.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...