Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Chanel er þekkt fyrir tímalausa klassík, þar sem klæðin eru úr flaueli, blúndum, svört eða hvít.
Chanel er þekkt fyrir tímalausa klassík, þar sem klæðin eru úr flaueli, blúndum, svört eða hvít.
Líf og starf 13. nóvember 2023

Drungi og dimmar nætur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í tilefni langra skugga, dimmra nátta og hrekkjavökunnar er ekki úr vegi að velta fyrir sér klæðaburði Addamsfjölskyldunnar.

Þessi lífseiga fjölskylda sem flestir kannast við kom fram á sjónarsviðið í blöðum tímaritsins New Yorker árið 1938. Teiknimyndasmiðurinn Charles Addams átti heiðurinn af þeirri skemmtun, en hann byggði myndasöguna lauslega á sinni eigin fjölskyldu. Á sjöunda áratugnum, árunum 1964-66, í samvinnu við David nokkurn Levy, samdi Charles sjónvarpsþáttaröð um Addamsfjölskylduna og á skjánum birtust þær persónur sem margir kannast við í dag.

Addamsfjölskyldan var jólamynd ársins 1991.

Enn fleiri minnast þó sjálfsagt einnar vinsælustu jólamyndar árið 1991, bíómyndar- innar Addamsfjölskyldan, sem sýnd var í kvikmyndahúsum hérlendis fram á næsta ár. Þótti kvikmyndargerðarfólki tilefni til þess að halda áfram með söguna og í desembermánuði 1993 var framhald hennar kynnt, bíógestum til mikillar gleði.

Áhugafólk um þessa fjölskyldu hefur svo væntanlega kynnt sér þætti sem finna má á Netflix, undir nafninu Wednesday, en þar er daglegu lífi dótturinnar, Wednesday Addams, fylgt eftir. Stundar hún nám við heimavistarskóla nokkurn þar sem finnast hinar ævintýralegustu persónur.

Sterk persónusköpun og búningar

Það verður að segjast að meðlimir Addams- fjölskyldunnar beri afar sterk persónueinkenni og séu yfir höfuð mjög áberandi.

Fyrir utan skapgerðina þá vekur klæðaburður þeirra hvað mesta athygli – en hver og einn klæðist einungis svörtum fötum, með tilbrigði við hvítt. Rendur eða annað mynstur koma fyrir og er klæðaburðurinn í takt við það sem þekkist undir tískuheitinu „goth“ eða gotneskt á íslensku. Kannski er ekki að undra að yfir þáttum Netflix svífi sá andi yfir bæði leikmynd og búningum, en leikstjórinn er enginn annar en hinn bandaríski Tim Burton. Glöggir lesendur muna sjálfsagt eftir myndum hans, Edward Scissorhand, Sleepy Hollow, Sweeny Todd og teiknimyndinni Corpse Bride, þar sem það yfirbragð er einnig afar ríkjandi.

Goth má semsé skilgreina sem drungalega tísku dökkra klæða og fölleitra andlita. Þessi dökka rómantík á rætur að rekja til sorgarklæða Viktoríutímans þegar ekkjur klæddust jafnan svörtum fötum, hvert sem tilefnið var, en vildu oft bera skraut og glingur innan þess ramma. Vilja sumir meina að ímynd vampýra komi einnig við sögu í gotneskri tísku, en vampýrur eru jafnan álitnar bæði glæsilegar og afgerandi í klæðaburði svo og framkomu.

Tískuveldin hafa tekið þennan stíl upp á sína arma með reglulegu millibili eins og nærri má geta. Þar ofarlega á lista er merki Chanel sem hefur verið þekkt fyrir slík áhrif í gegnum árin, ekki bara í fatnaði heldur einnig innan veggja verslana sinna – allt frá árum stofnandans, hinnar stílhreinu Coco Chanel. Hún lét eitt sinn hafa eftir sér að til þess að allur dauði væri upprisa lífs og til þess að tíska gæti verið blásin lífi þyrfti að tortíma henni.

Sjarmi korsettsins og upprisa gothsins

Á meðan tíska dagsins í dag er ærið frjálsleg og bylgjur þess sem vinsælt er falla og hefjast hraðar en nokkru sinni, þá hefur goth-stefnan risið hægt og sígandi.

Svartar blúndur, uppháir meðalþykkir sokkar og þröngar perluhálsfestar er eitthvað sem allir þurfa að eiga í dag, auk þess sem korsett færast æ ofar á vinsældalistann.

Korsettin þykja fallegust úr þungum efnum á borð við flauel eða flauelslíki, þá dökkgræn, vínrauð eða svört og þeim má klæðast yfir skyrtur eða boli, nú eða ein sér við hátíðleg tilefni. Kjólar þar sem efri hluti er korsett þykja móðins og há svört stígvél, gjarnan támjó, setja punktinn yfir i-ið.
Til viðbótar við flauelsefni og blúndur má bæta við svörtu klassísku leðri og jafnvel latexi en mikið er lagt upp úr vandaðri áferð og vel saumuðum flíkum.

Fyrir þá sem vilja finna sína innri dramatísku drungalegu samsetningu er ágætt að horfa á áðurnefnda þætti um ungfrúna hana Wednesday á Netflix eða líta við í búðinni Rokk & rómantík á Laugaveginum, en þar er ýmislegt sem gleður augað. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...