Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Svava H. Guðmundsdóttir kynnir sinnepið sitt á Bragðagarði í Grasagarðinum í Laugardal. Hún segist þurfa að herða á framleiðslunni vegna vaxandi eftirspurnar.
Svava H. Guðmundsdóttir kynnir sinnepið sitt á Bragðagarði í Grasagarðinum í Laugardal. Hún segist þurfa að herða á framleiðslunni vegna vaxandi eftirspurnar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 8. nóvember 2023

Einu sinni hugmynd en nú þekkt gæðavara

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrir þrjátíu og sjö árum fékk Svava H. Guðmundsdóttir þá hugmynd að þróa og framleiða eigið sinnep. Í dag er það þekkt vara.

Svava, sem er formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM), segir að í byrjun hafi sinnepsframleiðslan aðeins verið til fjölskyldunota en árið 2014 hafi hún tekið af skarið og hafið framleiðslu sinnepsins fyrir almenna sölu.

En af hverju sinnep? „Ég bjó lengi í Svíþjóð og vandist þar á að nota skánskt sinnep í gljáa á jólaskinku og hamborgarhrygg,“ segir Svava. „Þar sem sinnep af þeirri gerð fékkst ekki hér var einfaldast að framleiða það sjálf.“

Aðspurð um leiðina frá hugmynd til framleiðslu segir hún að sú leið hafi verið heldur flókin og megi þar nefna leyfin, að finna framleiðslustað og koma vörunni í sölu.

„Ég tel mig hafa verið mjög heppna og hef kynnst mörgu flottu fagfólki, til dæmis hjá Matís þar sem ég hóf framleiðsluna, í Eldstæðinu sem er deilieldhús þar sem ég framleiði í dag og hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM). Ekki má gleyma þeim ótal mörgu smáframleiðendum sem hafa stutt mig og gefið mér ótal góð ráð.“

Mætir aukinni eftirspurn

SVAVA sinnep er handverks-framleiðsla sem fer fram í Eldstæðinu. Svava sér sjálf um framleiðsluna, sem er þar af leiðandi ekki mjög umfangsmikil en á uppleið vegna aukinnar eftirspurnar. Hún segist ekki vera með fólk í vinnu, en fjölskylda og vinir hjálpi til.

Sinnepið er selt hér innanlands og ekki ráðgert að sækja út fyrir landsteina að markaði. Svava heldur úti vefnum sinnep.is og þar er, auk upplýsinga um vöruna, að finna nokkrar fyrirtaks uppskriftir.

Þegar talið berst að nýsköpunar­umhverfi dagsins í dag telur Svava það nokkuð flókið hjá smáframleiðendum matvæla en með tilkomu Samtaka smáframleiðenda matvæla hefi það batnað.

„Þekking almennings á gæðum og tilvist afurða smáframleiðenda hefur aukist. Sölutækifærum í verslunum landsins hefur fjölgað. Ég veit ekki hvort frumkvöðlaumhverfið hjá smáframleiðendum er erfiðara hjá konum en körlum, hef sjálf ekki orðið vör við mismunun og held að það fari meira eftir verkefnum og frumkvöðlinum sjálfum. Það sem er mest aðkallandi í dag er að samræma og einfalda regluverkið fyrir greinina,“ segir hún.

Góður undirbúningur lykill

Svava hvetur þá sem eru að huga að smáframleiðslu til að hugsa hugmyndina vel, tala við frumkvöðla sem komnir eru af stað í framleiðslu og setja sig í samband við SSFM, Matís og aðra aðila í greininni.

Um það hvað helst sé á döfinni hjá SSFM segir hún það vera að halda áfram að styðja félagsmenn og veita þeim ráðgjöf ásamt því að vera gátt inn til smáframleiðenda matvæla og miðla gagnlegum upplýsingum til þeirra.

„Líka að halda áfram að vinna að því að regluverkið í kringum smáframleiðslu matvæla verði samræmt og einfaldað.“

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...