Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leiðbeinendur Minjasafns Austurlands kenndu börnum í 5. bekk Egilsstaðaskóla að kemba þel, búa til lyppu úr kembunni og spinna band á halasnældu. Þau fengu líka að taka í rokk.
Leiðbeinendur Minjasafns Austurlands kenndu börnum í 5. bekk Egilsstaðaskóla að kemba þel, búa til lyppu úr kembunni og spinna band á halasnældu. Þau fengu líka að taka í rokk.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 13. desember 2023

Fimmtubekkingar undu sér vel við tóvinnuna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Börn á Egilsstöðum kynntu sér tóvinnu í haust á Minjasafni Austurlands en þar voru settar á laggirnar sérstakar tóvinnusmiðjur.

Caption

„Við stóðum í haust fyrir tóvinnusmiðjum þar sem 5. bekkur í Egilsstaðaskóla mætti til okkar og fékk að kynnast ullarvinnslu,“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands. Krakkarnir, sem voru rúmlega 40 talsins, komu þrisvar sinnum á safnið og lærðu að taka ofan af, kemba þelið, búa til lyppu úr kembunni og síðast en ekki síst að spinna band úr lyppunni á halasnældu. „Við renndum algjörlega blint í sjóinn og vissum ekki hvort börn í dag hefðu nokkurn áhuga á svona vinnu eða gætu þetta yfir höfuð. Svo kom á daginn að krakkarnir voru mjög áhugasöm, áttu ekki í vandræðum með að tileinka sér þessa færni og náðu oftar en ekki að gleyma sér alveg við iðjuna,“ segir Elsa Guðný jafnframt.

Leiðbeinendur í smiðjunni voru Eyrún Hrefna Helgadóttir og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, starfskonur safnsins, en auk þeirra kom Emma Charlotta Ärmänen frá Hallormsstaðaskóla í heimsókn og sýndi hvernig spunnið er á rokk og leyfði krökkunum að prófa. „Krakkarnir náðu öll að spinna í góðan hnykil, eftir að hafa tekið ofan af og kembt, sem þau máttu svo taka með sér heim og vinna úr á sinn hátt,“ segir Eyrún Hrefna Helgadóttir, þjóðfræðingur og menningarmiðlari hjá Minjasafninu.

Smiðjan var, að sögn Elsu Guðnýjar, hluti af dagskrá safnsins í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, sem haldin er á hverju hausti.

„Undanfarin ár höfum við hér á safninu boðið grunnskólunum á svæðinu upp á smiðjur í tengslum við hátíðina þar sem unnið er með menningararfinn á skapandi hátt. Í ár ákváðum við að leggja áherslu á óáþreifanlegan menningararf og bjóðum grunnskólunum hér í Múlaþingi upp á þrjár mismunandi smiðjur, eftir því hvað hentaði hverjum skóla,“ segir hún að lokum.

Skylt efni: Egilsstaðir

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...