Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Leiðbeinendur Minjasafns Austurlands kenndu börnum í 5. bekk Egilsstaðaskóla að kemba þel, búa til lyppu úr kembunni og spinna band á halasnældu. Þau fengu líka að taka í rokk.
Leiðbeinendur Minjasafns Austurlands kenndu börnum í 5. bekk Egilsstaðaskóla að kemba þel, búa til lyppu úr kembunni og spinna band á halasnældu. Þau fengu líka að taka í rokk.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 13. desember 2023

Fimmtubekkingar undu sér vel við tóvinnuna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Börn á Egilsstöðum kynntu sér tóvinnu í haust á Minjasafni Austurlands en þar voru settar á laggirnar sérstakar tóvinnusmiðjur.

Caption

„Við stóðum í haust fyrir tóvinnusmiðjum þar sem 5. bekkur í Egilsstaðaskóla mætti til okkar og fékk að kynnast ullarvinnslu,“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands. Krakkarnir, sem voru rúmlega 40 talsins, komu þrisvar sinnum á safnið og lærðu að taka ofan af, kemba þelið, búa til lyppu úr kembunni og síðast en ekki síst að spinna band úr lyppunni á halasnældu. „Við renndum algjörlega blint í sjóinn og vissum ekki hvort börn í dag hefðu nokkurn áhuga á svona vinnu eða gætu þetta yfir höfuð. Svo kom á daginn að krakkarnir voru mjög áhugasöm, áttu ekki í vandræðum með að tileinka sér þessa færni og náðu oftar en ekki að gleyma sér alveg við iðjuna,“ segir Elsa Guðný jafnframt.

Leiðbeinendur í smiðjunni voru Eyrún Hrefna Helgadóttir og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, starfskonur safnsins, en auk þeirra kom Emma Charlotta Ärmänen frá Hallormsstaðaskóla í heimsókn og sýndi hvernig spunnið er á rokk og leyfði krökkunum að prófa. „Krakkarnir náðu öll að spinna í góðan hnykil, eftir að hafa tekið ofan af og kembt, sem þau máttu svo taka með sér heim og vinna úr á sinn hátt,“ segir Eyrún Hrefna Helgadóttir, þjóðfræðingur og menningarmiðlari hjá Minjasafninu.

Smiðjan var, að sögn Elsu Guðnýjar, hluti af dagskrá safnsins í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, sem haldin er á hverju hausti.

„Undanfarin ár höfum við hér á safninu boðið grunnskólunum á svæðinu upp á smiðjur í tengslum við hátíðina þar sem unnið er með menningararfinn á skapandi hátt. Í ár ákváðum við að leggja áherslu á óáþreifanlegan menningararf og bjóðum grunnskólunum hér í Múlaþingi upp á þrjár mismunandi smiðjur, eftir því hvað hentaði hverjum skóla,“ segir hún að lokum.

Skylt efni: Egilsstaðir

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...