Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Útlit flöskulilju er sérkennilegt. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum.
Mynd / dengarden.com
Líf og starf 21. febrúar 2023

Flöskuliljan sérkennilega

Höfundur: Vilmundur Hansen

Harðgerð og allsérstæð pottaplanta sem ekki þarf mikla umhirðu og sómir sér vel í austur- eða suðurglugga standi hún í eilitlum skugga frá beinni sól af öðrum pottaplöntum.

Plantan kallast á latínu Beaucarnea recurvata og hefur gengið undur nokkrum heitum á íslensku, fílafótur, taglhnúður, skúfhnúður, taglskúfur og flöskulilja, sem líklegast er besta heitið.

Útlit flöskulilju er skemmtileg. Ungar plöntur eru kúlu- eða egglaga og löng og mjó blöð vaxa upp af bolnum. Langlíf planta sem vex hægt en með tímanum og góðri umhirðu getur hún orðið fjögurra metra há. Gamlar plöntur líkjast kúlulaga flösku með einum eða fleiri löngum hálsum. Bolurinn brúnleitur og sléttur viðkomu. Efst á hálsinum sitja hvirfingar með leðurkenndum og sígrænum löngum og dökkgrænum blöðum sem svigna niður á við. Blómstrar sjaldan og yfirleitt ekki fyrr en hún hefur náð að minnsta kosti tíu ára aldri og því ræktuð sem falleg blaðplanta.

Upprunnin við jaðra eyðimarka og upp til fjalla í austanverðri Mexíkó og Mið-Ameríku og nýtur í dag mikilla vinsælda sem pottaplanta víða um heim. Bolurinn geymir vatn og plantan því þurrkþolin og varast ber að ofvökva hana og nóg er að gefa henni væga áburðarlausn nokkrum sinum, eða eftir minni, yfir sumartímann. Vökva skal með volgu vatni. Kjörhiti flöskulilju er 18 til 25° á Celsíus.

Tegundir innan ættkvíslarinnar Beaucarnea eru 13 til 15 og sumar þeirra eru í útrýmingarhættu, þar á meðal B. recurvata vegna ágangs í þær í náttúrulegum heimkynnum sínum.

Skylt efni: pottaplöntur

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...