Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ann-Marie á Egilsstöðum á Fljótsdal hefur komið upp matarvagni við upphaf gönguleiðar að Hengifossi.
Ann-Marie á Egilsstöðum á Fljótsdal hefur komið upp matarvagni við upphaf gönguleiðar að Hengifossi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Góðar viðtökur og ánægja með framtakið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Það hefur gengið mjög vel og greinilegt að gestir eru ánægðir með að eiga þess kosta að kaupa veitingar hér,“ segir Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal. Hún opnaði nýverið matarvagn handan árinnar á móts við upphaf göngustígsins inn að Hengifossi í Fljótsdal.

Hengifossárgil í Fljótsdal dregur að sér fjölda gesta ár hvert. Það er ekki síst Litlanesfoss, sem einnig hefur borið nafnið Stuðlabergsfoss sökum fagurra stuðla sem umlykja fossinn, og Hengifoss í botni gilsins sem er einn hæsti foss landsins. Fyrr í sumar opnaði Ann-Marie matarvatn við upphaf leiðarinnar, en vagninn gengur undir nafninu Hengifoss Food Truck. Ann-Marie á veg og vanda að rekstri Sauðagulls ehf. sem þróað hefur gæðavörur úr sauðamjólk, enn einn draumur hefur að hennar sögn ræst með rekstri matarvagnsins. Þar verður hægt að gæða sér m.a. á súpu, vöfflum, sauðamjólkurís og heitum og köldum drykkjum.

Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal.

Allt seldist upp

Matvara sem er mikið til úr staðbundnum og ferskum hráefnum sem framreidd eru af ástríðu og kjörin í maga eftir góðan göngutúr upp gilið. „Það seldist allt upp hjá mér einn sunnudaginn, m.a. allur ís sem ég var búin að framleiða. Það er greinilegt að fólk er meira en til í að prófa sauðamjólkurísinn og það á líka við um börnin sem mér finnst alveg frábært,“ segir Ann-Marie.

„Fólk er ánægt með að eitthvað sér að gerast við Hengifoss, það koma margir þar að og nú loks er hægt að kaupa þar veitingar.“ Bæði Íslendingar og útlendir ferðamenn hafa undanfarið verið á svæðinu að hennar sögn.

Gönguleið að Hengifoss. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...