Góðar viðtökur og ánægja með framtakið
Það hefur gengið mjög vel og greinilegt að gestir eru ánægðir með að eiga þess kosta að kaupa veitingar hér,“ segir Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal. Hún opnaði nýverið matarvagn handan árinnar á móts við upphaf göngustígsins inn að Hengifossi í Fljótsdal.