Græn og læsileg rit
Um þessar mundir eru áskrifendur að fá í hús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.
Bæði ritin eru að vanda með mikið af áhugaverðu lesefni og ætti því allt áhugafólk um ræktun að finna þar eitt og annað áhugavert.
Garðyrkjuritið, árbók Garðyrkjufélags Íslands, er farið í dreifingu til félagsmanna ásamt afsláttarvoldugu félagsskírteini. Ritstjóri ritsins er Björk Þorleifsdóttir. Meðal efnis í Garðyrkjuritinu að þessu sinni má finna upplýsingar um rósaræktun, vetrarskýlingu, blásólir, japanska garða, villigarða og „no-dig“ aðferðafræðina svo ekki sé minnst á græna fingur æskunnar í Aldingarði Reykjanesbæjar.
Auk margs konar fræðslu, reynslusagna og fallegra mynda.
Skógræktarritið er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu
hlið um skógræktar.
Efni ritsins er fjölbreytt og víðtækt. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um villisveppi, stöðu lerkis og framtíðarhorfur í skógrækt, notkun belgjurta og áburðaráhrif þeirra, áhrif skógræktar á kolefnisbúskap á Fljótsdalshéraði og umfjöllun um tré og runna sem bæta má í uppvaxnam skóga til að auka fjölbreytni þeirra.