Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gráþröstur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. febrúar 2023

Gráþröstur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráþröstur eru algengir varpfuglar um Skandinavíu og austur um Evrópu og Asíu. Hér á Íslandi eru þeir mjög reglulegir haust- og vetrargestir. Þeir fuglar sem dvelja hérna á Íslandi yfir vetrarmánuðina halda mest til í görðum þar sem fuglum er gefið. Þeir sækja mjög mikið í epli en einnig aðra ávexti ásamt feitmeti. Fyrir utan þessar matargjafir sem þeir þiggja á veturna þá er fæðuvalið þeirra mjög svipað og hjá skógarþröstum. Þegar þeir komast í garða þar sem fuglum er reglulega gefið, verða þeir nokkuð frekir og eiga það til að hrekja í burtu aðra fugla. Þessir árekstrar verða aðallega við fugla af svipaðri stærð eins og skógarþresti og svartþresti. Frá 1950 hafa gráþrestir orpið hérna óreglulega og stundum myndast litlir staðbundnir stofnar. Um nokkurt skeið hefur verið lítill staðbundinn stofn á Akureyri þar sem örfá pör verpa. En þrátt fyrir það virðist þeim hvorki fjölga né breiða úr sér.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...