Heiðraðar á haustfundi
Fjórar félagskonur í Kvenfélagi Þistilfjarðar voru á haustfundi félagsins gerðar að heiðursfélögum.
Þær hafa starfað í samtals 200 ár fyrir félagið, í þágu samfélagsins, og tekið þátt í ótal góðgerðarverkefnum, fyrir utan alla þá skemmtun og gleði sem í félaginu er.
Þetta eru þær Bjarney S. Hermundardóttir, sem gekk í félagið árið 1970, Margrét Jónsdóttir gekk í félagið árið 1970, Bjarnveig Skaftfeld árið 1973 og Hólmfríður Jóhannesdóttir árið 1975. Allar hafa lagt fram ófá handtök og eru hvergi nærri hættar.