Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Höfundur Yarm fékk titilinn handverksmaður ársins
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 10. september 2018

Höfundur Yarm fékk titilinn handverksmaður ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjölmenni sótti árlega Handverkshátíð sem haldin var á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í ágúst. 
Líkt og undanfarin ár var tilkynnt um þrjá verðlaunahafa,  en verðlaun eru jafnan veitt fyrir fallegasta básinn, nýliða ársins og handverksmann ársins.
 
Tilnefndir fyrir fallegasta básinn voru: Dottir, Vagg og velta, og Aldörk og var það Aldörk sem stóð uppi sem verðlaunahafi. Tilnefndir sem nýliði ársins voru: Aldörk, Yarm og Íslenskir leirfuglar og voru það Íslenskir leirfuglar sem hlutu verðlaunin. Að lokum var það handverksmaður ársins, tilnefndir voru: Þórdís Jónsdóttir – handbróderaðir púðar, Ásta Bára og Ragney og Yarm. Það var Yarm sem fékk titilinn handverksmaður ársins 2018.
 
Í dómnefnd voru Bryndís Símonardóttir, Einar Gíslason og Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir. Verðlaunagripirnir voru glæsileg eldsmíðuð pitsahjól, smíðuð af eldsmiðnum Beate Stormo, sem er búsett í Eyjafirði.
 
Félagið Beint frá býli var þátttakandi á Bændamarkaði Handverks­hátíðar, félagið var stofnað árið 2008 og  heldur því upp á tíu ára afmæli sitt á árinu. Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi.
 
Glímusamband Íslands sýndi gestum Handverkshátíðarinnar helstu tökin í glímu og bauð svo fólki að prufa. Sýning sambandsins þótti stórglæsileg og bauðst gestum að fylgjast með flottum töktum. 
 
Búsaga, búnaðarsögusafn tók þátt eins og fyrri ár. Þema sýningar Búsögu var heyskapur í hundrað ár. Á sýningunni gaf að líta amboð, heyvinnuvélar fyrir hest og síðan dráttarvélar og þróun búnaðar fyrir heyskap á síðustu öld og fram á þessa. Mjög margir komu að skoða vélarnar og keyptu dagatal Búsögu 2019 sem prýtt er fjölda mynda af búvélum. 

10 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...