Kínverskt veitingahús opnað á Flúðum
Kínverskur veitingastaður mun bráðlega opna á Flúðum.
Fyrirtækið Xiang ́s ehf. hefur tekið á leigu húsnæði, sem áður hýsti Almar bakara, að Hrunamannavegi 3 á Flúðum í Hrunamannahreppi. Húsnæðið mun hýsa veitingastað kínversku hjónanna Jing Xiang og Na Yang, en þau hafa bæði starfað á Hótel Flúðum um langt árabil. Veitingastaður hjónanna mun bæta í fjölþjóðlega veitingaflóru Flúða en nú þegar er við sömu götu veitingastaðurinn Minilik, sem býður upp á eþíópískan mat.