Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kókoskúlur
Líf og starf 9. nóvember 2023

Kókoskúlur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þann 30. apríl árið 1933 sást hin fyrsta kókoskúluauglýsing skjóta upp kollinum í blöðum Íslendinga.

Var það auglýsing frá Brjóstsykurs og sætindaverksmiðju / efnagerð – Umboðsverslun og Heildsölu Magnúsar Th. S. Blöndalh, sem staðsett var í Vonarstræti 4b. Þar var kókoskúlan talin upp ásamt fleira söluvænu hnossgæti.

Þarna hefur verið um að ræða kókoskúlur gerðar úr kakó, sykri og kókosmjölsblöndu, sætar litlar kúlur sem bráðnuðu í munni eins og nokkrir eldri borgarar rifjuðu upp á dögunum.

Farið yfir söguna
Auglýsing dagblaðsins Vísi í apríl fyrir 90 árum síðan kynnti sætindi á borð við kókoskúlur. Mynd / timarit.is

Gegnum tíðina hafa svo hinar ýmsu uppskriftir að kókoskúlum fundist í helstu uppskriftaritum. Fyrst um sinn, eða í kjölfar stríðsáranna síðari, voru þær heldur fábrotnar, og hljóðuðu á þá leið að hræra mætti saman 250 g af kókosmjöli, 75 g af smjöri, svo 25 g kakói, 175 g flórsykri og 2 dl af rjóma ( sem mátti reyndar sleppa).

Aðferðinni var lýst í tímaritinu Melkorku, (sem sérstaklega var ætlað konum), þann 1. nóvember árið 1957: „Kakó og flórsykur siklað saman, allt blandað og hitað upp yfir vægum hita, þangað til deigið loðir saman.
Látið það kólna og búið til kúlur, dýfið þeim í kókosmjöl. Geymið á köldum stað í þéttri dós.“

Um tuttugu árum síðar var uppskriftin orðin heldur dýrari, en í Dagblaðinu þann 11.12 1976 birtist eftirfarandi: „3 stórar matskeiðar smjör, 125 g flórsykur, 125 g kókó, 3 matskeiðar rjómi og lítið glas af koníaki. Öllu er hrært vel saman og búnar til kúlur, sem velt er upp úr kókosmjöli og látnar standa á köldum stað. Bezt að geyma kúlurnar í luktri dós í ísskápnum.“

Í kringum árið 1980 fór svo haframjöls að gæta í uppskriftunum og þótti slíkt jafnan smart í matreiðslutímum hinna helstu grunnskóla. Útkoman á þeim vígvelli var oft upp og ofan en nú gæti einhver farið að spyrja sig hvers vegna verið er að rekja feril kókoskúlunnar.

Endurnýtanleg, sjálfbær og kolefnishlutjöfnuð

Jú – það er nefnilega svo merkilegt, að eins og alþjóð veit, er í tísku allt sem fellur undir þann staðal að vera endurnýtanlegt, sjálfbært, kolefnis-

Caption

jafnað og þar fram eftir götunum – og viti menn. Kókoskúla sú sem hefur fengist í bakaríum í áratugi fellur undir alla þessa flokka.

Þarna er um að ræða óskaplegt gómsæti, samansett úr því sem til fellur (sjálfbært/ endurnýtanlegt). Í stað þess að henda gömlum vínarbrauðsendum, formkökum eða því sem til fellur er því blandað saman, romm- og kakóbættu. Því næst eru mótaðar kúlur sem ekki þarf að baka (kolefnisjöfnun) og þeim velt upp úr kókos.

Eða eins og einn vinsælasti bakari landsins orðar það:
„Þetta er ansi einfalt, bara hræra saman gömlum kökum, marmelaði, kakó og rommi. Croissant-afgangar mega fara í þetta líka, en þá þarf að passa að hnoða það nógu lengi. Ég hef annars ekki gert þetta i mörg ár… Þetta er þó bakkelsi sem stendur alltaf fyrir sínu og alltaf jafn vinsælt, hvar á landinu sem er.“

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...