Þorsteinn G. Þorsteinsson innan um skógarkerfilinn í Hrísey en hann er uppalinn í eynni og ber til hennar sterkar taugar.
Þorsteinn G. Þorsteinsson innan um skógarkerfilinn í Hrísey en hann er uppalinn í eynni og ber til hennar sterkar taugar.
Mynd / aðsend
Líf og starf 31. október 2024

Limrur og léttar hugleiðingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðingar.

„Við þekkjum hann betur undir nafninu Steini rjúpa og fyrir hreint makalausar fuglaveðurspár sem urðu mörgum umtalsefni og skemmtiefni og komu út vikulega á árabilinu frá 1995 uns samstarfsfélagi Þorsteins um Fuglaspána, menntaskólakennarinn Gísli Jónsson, lést í nóvember 2001. En bókina helgar Þorsteinn minningu Gísla,“ segir í fréttatilkynningu um útgáfu bókarinnar, sem inniheldur 99 limrur og texta í óbundnu máli sem þó tengist sjaldan limrunni á nokkurn hátt, tekur höfundur fram. „Það bregður sem sagt ýmsu fyrir í þessum textum,“ er haft eftir Þorsteini og sagt að þar sé farið um víðan völl en ávallt í stuttum og hnitmiðuðum texta. „Þar segir til dæmis af nautinu sem fór í gegnum eldhúsið hjá henni Matthildi á Bergi í Hrísey, hjátrú gamla vinnumannsins úr Vopnafirði og Cream soda.“

Limrur og léttar hugleiðingar
Líf og starf 31. október 2024

Limrur og léttar hugleiðingar

Þorsteinn G. Þorsteinsson er höfundur nýrrar bókar, Limrur og léttar hugleiðinga...

Húllumhæ á áttræðisafmælinu
Líf og starf 30. október 2024

Húllumhæ á áttræðisafmælinu

Árið 1944 var Leikfélag Blönduóss formlega stofnað og starfaði nánast óslitið fr...

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt
Líf og starf 30. október 2024

Heil vika til eflingar íslenskri sauðfjárrækt

Þann 5. október síðastliðinn lauk ævintýralegri viku sem haldin var að frumkvæði...

Fjölmenningarhátíð í Aratungu
Líf og starf 29. október 2024

Fjölmenningarhátíð í Aratungu

Menning hinna ýmsu landa verða í forgrunni á fjölmenningarhátíð í Aratungu í Blá...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 28. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn Jákvæð breyting verður í vinnumálum vatnsberans sem gefur honum rýmr...

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur
Líf og starf 28. október 2024

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið heilbrigðisþjónustunni nýjan hugbúnað.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...