Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Á sviðinu standa þær stöllur Anna Margrét Aðalsteins- dóttir og Þórunn Ólafsdóttir.
Líf og starf 10. nóvember 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Austur-Eyfellinga var stofnað 1970 og hefur á þessum áratugum sett upp klassísk stórverkefni á borð við Kardimommubæinn og Önnu í Stóruborg auk þess að sinna leiklistarkennslu.

Nú í ár, um miðjan september, hóf leikfélagið æfingar á gamanleiknum Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S. Backman. Um ræðir grátbroslegan farsa þar sem ekkjan Steindóra er í aðalhlutverki. Hún er búsett í blokk eldri borgara og lifir heldur tilbreytingarsnauðu lífi þar til dag einn að hún finnur ókunnan mann sitjandi í farþegasætinu í bílnum hennar.

Sá er illa áttaður, þekkir hvorki nafn sitt né hvernig stendur á því að hann situr í bílnum – veit hvorki hvort hann er að koma eða fara.

Steindóra ákveður í einhverju fáti að fara með hann heim til sín sem í kjölfarið veldur bæði alls kyns misskilningi og vandamálum, enda skilja nágrannar hennar og vinir ekkert í því hvaða (mögulega spennandi) maður þetta er og hvort megi bara hirða fólk upp af götunni sisvona?

Býður þessi bráðfyndni farsi bæði upp á hlátur og grátur undir leikstjórn Gunnsteins Sigurðssonar, en áætlað er að frumsýna um miðjan nóvember í félags- heimilinu Heimalandi. 

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...