Melarétt í Fljótsdal
Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar í Fljótsdal. Réttað var 17. september. Réttardagurinn fór vel fram enda margt um manninn og veitingasala, sögulestur, tónlist og handverk á boðstólum til að metta andann og svanga munna. Haldið var réttarball í Végarði um kvöldið, að vanda. Þorvarður Ingimarsson, ævinlega nefndur Varsi, er fjallskilastjóri í Fljótsdal.
Melarétt er úr hlöðnu grjóti sem tekið var úr Bessastaðaánni og þykir ekki gott hleðslugrjót. Reynt er að halda henni við jafnóðum og er hún falleg tilsýndar, þótt eigi til að hrynja úr henni, jafnvel þegar rekið er inn. Gunnar Gunnarsson tók myndirnar.