Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Skilti við Djúpalónsand sem sett er upp í samræmi við merkingarkerfið Vegrúnu.
Líf og starf 20. júlí 2021

Merkingarkerfið Vegrún vísar ferðafólki veginn

Höfundur: smh

Fyrir skemmstu var nýtt merkingar­kerfi fyrir ferðamannastaði og frið­lýst svæði kynnt í ráðuneytum umhverfis- og auðlinda og atvinnuvega- og nýsköpunar, en það hefur fengið heitið Vegrún. Það var hannað til að samræma merkingar, til einföldunar fyrir uppbyggingaraðila og til að bæta upplifun ferðamanna og auka gæði og öryggi á ferðamannastöðum.
Hugmyndin er að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti nýtt sér hönnunarvinnuna í kringum Vegrúnu til að setja upp merkingar til að gera áfangastaði aðlaðandi. Vegrún segir fyrir um smíði merkinga og skilta, hvernig efni sé í þeim og hver stærð þeirra eigi að vera. Þá sýnir Vegrún hvernig koma á upplýsingum á framfæri með letri, lit og myndum. Vegrún er því ekki samsafn af tilbúnum merkingum heldur verkfæri til að nýta sér við að smíða merkingar sem falla að þörfum hvers og eins. Vegrún er hluti af verkefninu Góðar leiðir (godarleidir.is) um innviðahönnun ferðamannastaða og sjálfbærni í ferðaþjónustu. Hönnunarteymið Kolofon&co sá um hönnunina á Vegrúnu, en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur haft verkstjórn og samráð á milli þeirra aðila sem komu að verkefninu.

Skylt efni: Vegrún | Djúpalónssandur

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...