Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfisviðurkenningu Fjallabyggðar 2023, sem var veitt nýlega í fyrsta skipti.

Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning og áminning til íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að huga vel að umhverfinu og umgangast náttúru landsins af auðmýkt og á sjálfbæran hátt.

„Ragnar og Lísa hafa lyft sannkölluðu grettistaki varðandi hreinsun á rusli í Héðinsfirði og fá þau viðurkenninguna m.a. vegna þess,“ segir Sigríður Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í greinargerð með viðurkenningunni segir meðal annars; „Þau Ragnar og Lísa hafa svo sannarlega sýnt frumkvæði með aðgerðum sem koma umhverfinu til góða og er með viðurkenningunni þakkað fyrir einstakt framtak, fórnfýsi og elju í þágu samfélagsins og náttúrunnar.“

Umhverfisviðurkenningin sjálf var í formi hrafns eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur listamann, en Aðalheiður var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...