Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Ragnar tók á móti umhverfisviðurkenningunni fyrir hönd þeirra hjóna en hann er hér með Sigríði Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfisviðurkenningu Fjallabyggðar 2023, sem var veitt nýlega í fyrsta skipti.

Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning og áminning til íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að huga vel að umhverfinu og umgangast náttúru landsins af auðmýkt og á sjálfbæran hátt.

„Ragnar og Lísa hafa lyft sannkölluðu grettistaki varðandi hreinsun á rusli í Héðinsfirði og fá þau viðurkenninguna m.a. vegna þess,“ segir Sigríður Ingvarsdóttur, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Í greinargerð með viðurkenningunni segir meðal annars; „Þau Ragnar og Lísa hafa svo sannarlega sýnt frumkvæði með aðgerðum sem koma umhverfinu til góða og er með viðurkenningunni þakkað fyrir einstakt framtak, fórnfýsi og elju í þágu samfélagsins og náttúrunnar.“

Umhverfisviðurkenningin sjálf var í formi hrafns eftir Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur listamann, en Aðalheiður var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022.

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...