Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni.
Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi. Anne Beathe gróðursetti fjallaþin sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni.
Mynd / Hjördís Jónsdóttir
Líf og starf 26. október 2023

Samstarfi fagnað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfólk og áhugafólk um skógarmenningu frá Íslandi og Noregi kom saman í Heiðmörk á dögunum til að fagna áratuga samstarfi þjóðanna í skógræktarmálum.

Anne Beathe var leyst út með bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson, sem rekur sögu samskipta Noregs og Íslands.

Skógræktarfélag Reykjavíkur bauð þar ráðherrum landanna tveggja að leggja skógrækt lið með gróðursetningu.

Stuðningur Norðmanna við skógrækt á Íslandi á sér langa sögu. Forfeður margra þeirra trjáa sem best þrífast á Íslandi koma frá Noregi og hafa Norðmenn lagt mikið af mörkum til skógarmenningar á Íslandi, m.a. hafa þeir gróðursett um milljón trjáplöntur hér á landi.

Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra alþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs, kom til landsins af þessu tilefni og gróðursetti í Heimaási í Heiðmörk fjallaþin, sem kannski mun þjóna sem Oslóartré Reykvíkinga í framtíðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra gróðursetti íslenskt birki, Heklu.

Að gróðursetningu lokinni fór fram móttaka í Zimsen-húsinu í Heiðmörk þar sem ráðherrarnir fengu gjöf frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, bókina Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson. Bókin rekur sögu samskipta Norðmanna og Íslendinga með áherslu á skiptiferðir skógræktarfólks frá 1949 til 2000.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson gróðursetti rauðblaða íslenskt birkitré, Heklu, sem er afurð plöntuerfðafræðingsins Þorsteins Tómassonar sem hjá honumstendurásamtAnneBeatheTvinnereim,ráðherraalþjóðaþróunarmála og norrænnar samvinnu í ríkisstjórn Noregs.

Skylt efni: Skógrækt

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...