Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristín Erlendsdóttir, ein kvennanna í stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins saumaði pallbílinn hér á myndinni af kostgæfni.
Kristín Erlendsdóttir, ein kvennanna í stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins saumaði pallbílinn hér á myndinni af kostgæfni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra, Sigrún Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, er farin að huga að jólunum.

„Þegar líður á árið er alltaf gaman að föndra eitthvað hátíðlegt til skreytinga heima við eða mögulega nota sem pakkaskraut,“ segir Sigrún. Hún bætir við að upplagt sé að spreyta sig á meðfylgjandi uppskrift enda saumaskapurinn þar bæði skemmtilegur og auðveldur, enda sé bæði hægt að sauma í vél og í höndunum.
Áhugasamir lesendur geta nú sest við sauma, og muna að hafa eftirfarandi við höndina: Fallegt efni, td. úr bómull eða filti, troð, tvinna/útsaumsgarn, skæri, nál eða saumavél, nú og svo perlur/pallíettur eða annað sem má sauma á til skreytinga.
En gefum Sigrúnu orðið:

„Byrjið á að klippa út efnið sem á að nota í verkið. Næst að sauma jólatréð saman. Ef það er gert í saumavél er best að klippa sniðið aðeins stærra en áætlað er, því það er saumað saman á röngunni og svo snúið við. Þeir sem sauma í höndunum gera það hins vegar á réttunni með tvinna eða útsaumsgarni.

Fyllið tréð léttilega með smá troði og fyrir þá sem vilja er gaman að skreyta það með perlum eða pallíettum. Skiljið eftir op neðst á trénu fyrir trjástofninn.

Stofninn má í stað efnis, vera úr einhverju öðru, hvort sem það er tréstubbur eða kanilstöng. Saumið fótinn á tréð og/eða festið með lími.

Eins er farið að með trukkinn, saumað er með vél eða í höndunum. Ef saumavél er notuð í verkið er gott að hafa opið (fyrir troðið) ofan á pallinum til þess að hægt sé að festa tréð þar við. Setjið smá troð í bílinn. Ekki gleyma að setja band í þakið á bílnum til að geta hengt hann upp.

Þegar bíllinn er kominn saman eru dekkin fest báðum megin með þræði- spori, eða hvernig sem hentar best.

Næst eru gluggastykkið og ljósið fest á sama hátt og síðast eru útlínur saumaðar á bílinn, með aftursting eins og sýnt er á myndinni
Einnig getur verið gaman að gera sína eigin útfærslu af bílnum og þá má t.d. kíkja í töluboxin, hvort leynist þar gamlar tölur sem hægt er að nota sem dekk eða ljós.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...