Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Silkitoppa
Mynd / Óskar Andri
Líf og starf 14. nóvember 2023

Silkitoppa

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Silkitoppa er mjög skrautlegur og gæfur fugl. Heimkynni hennar eru í Skandinavíu, Síberíu og Kanada. Þegar æti er af skornum skammti í vetrarheimkynnum hennar er þekkt að þær leggjast á flakk.

Þá flækjast þær meðal annars hingað til Íslands en fjöldinn getur verið mjög misjafn milli ára. Stundum eru einungis stakir fuglar sem hingað berast en endrum og sinnum berast þær hingað í stórum hópum. Haustið sem leið var frekar rólegt hvað flækingsfugla varðar enda veðrið búið að vera nokkuð milt og gott. Svo gerðist það loksins í október að við fengum hraustlega haustlægð, með henni barst mikið magn af flækingsfuglum frá Evrópu og sumir þeirra afar sjaldgæfir.

Silkitoppan er hins vegar árviss gestur og barst núna nokkuð mikið af þeim til landsins. Þær hafa dreift sér um svo að segja allt land og sjást víða í görðum þar sem fuglum er gefið. Þessi skrautlegi fugl er afar félagslyndur og ekki óalgengt að sjá nokkrar saman. Það er því tilvalið núna þegar dagarnir eru orðnir stuttir og veturinn byrjar að sýna klærnar að gefa fuglum sem hér munu hugsanlega þreyja þorrann. Epli, sólblómafræ, fita, matarafgangar og vatn eru dæmi um það sem er vinsælt að gefa.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...