Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Leikarar, leikstjóri og hluti starfsfólks sýningar.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 10. október 2022

Skilaboðaskjóðan sett á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ævintýri Skilaboðaskjóðunnar þekkja margir, en hana hafa margir kynnst, bæði í formi bókar Þorvaldar Þorsteinssonar sem útgefin var árið 1986 en líka á sviðum leikhúsanna, þá helst sem vinsælum söngleik.

Þorgrímur Svavar Runólfsson, eða Stóri dvergur, Kristín Björg Emanúelsdóttir í hlutverki Mjallhvítar og Ásta Ólöf Jónsdóttir sem Dreitill skógardvergur.

Sagan segir frá þeim Putta og Möddumömmu, búsettum í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Putta verður rænt af nátttrölli sem sér fyrir sér að breyta honum í tröllabrúðu en íbúar skógarins sameinast þá um að bjarga honum fyrir sólsetur, sem er eins og vitað er, örlagaríkur tími.

Einhverjir vankantar eru á áætluninni þegar nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr. Þetta er spennandi og hjartfólgið ævintýri sem nú birtist á fjölunum í Miðgarði* og á erindi við bæði börn og fullorðna.

Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, eða Möddumamma, og Haraldur Már Rúnarsson sem Snigill njósnadvergur.

Leikarar eru þrettán talsins í 18 hlutverkum, en alls koma um 35 manns að sýningunni. Höfundur er, eins og áður sagði, Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur tónlistar Jóhann G. Jóhannsson og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

Miðasalan hófst 30. september (pantanir í síma 849-9434) og er einungis um fjórar sýningar að ræða svo panti nú hver sem betur getur!

Frumsýning miðvikudaginn 12. okt. kl.18:00 - Önnur sýning föstudaginn 14. okt. kl. 18:00 - Þriðja sýning laugardaginn 15. okt. kl. 14:00 og svo lokasýning sunnudaginn 16. okt. kl. 14:00.

*(Leikfélagið þurfti að gera breytingu á sýningarstað vegna framkvæmda í Bifröst og verður því, að þessu sinni, sýnt í Miðgarði í Varmahlíð)

Skylt efni: Áhugaleikhús

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...