Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsíða dagatalsins fyrir næsta ár.
Forsíða dagatalsins fyrir næsta ár.
Líf og starf 23. nóvember 2020

Sveitalífið og hugleiðingar um sauðfjárbúskapinn

Höfundur: smh

Karólína í Hvammshlíð heldur áfram að skrásetja sveitalífið í máli og myndum og gefa afraksturinn út í formi dagatals, um þetta leyti árs. Þetta er þriðja árið sem hún gefur út dagatal. Síðustu tvö ár gerði hún það meðal annars til að fjármagna kaup á dráttarvél – og vegna þess hversu vel þær útgáfur gengu, ákvað hún að láta slag standa einnig þetta árið.

Karólína Elísabetardóttir býr í Hvammshlíð í Skagabyggð, Austur-Húnavatnssýslu, með kindur sínar, hesta og hunda. Hún keypti jörðina fyrir fimm árum er jörðin var í eyði og hefur smám saman verið að stækka bústofninn. 

„Ég hugsaði um það lengi fram og til baka hvort ég ætti að halda áfram að gefa út dagatal. En eftir að ég fékk um mitt sumar nokkrar fyrirspurnir um „næsta dagatal“ ákvað ég að láta vaða,“ segir Karólína. 

Kaflarnir „Litur mánaðarins“ eru nýjung og upplýsa lesendurna ekki einungis um litbrigðin svart, mógolsótt, svartbotnótt, flekkótt og margt fleira, heldur er þar að finna einn eða tvo fulltrúa viðkomandi litar í Hvammshlíðarhjörðinni og þeir kynntir nánar.

Sauðalitur mánaðarins

„Fróðleikur, sögur og skoðanir“ er titillinn á dagatalinu, innihaldið er þar með að vissu leyti persónulegra en hin árin, þegar þjóðlegur fróðleikur var uppistaða hins ritaða máls. Auk upplýsinga um búskapinn á bænum og annarra staðreynda skrifar Karólína þannig líka skoðanapistla núna; til dæmis um meintar tilviljanir, umdeildan lausagang búfjár og kindvænar rúningsaðferðir. Kaflarnir „sauðalitur mánaðarins“ eru einnig nýjung og upplýsa lesendurna ekki einungis um litbrigðin svart, mógolsótt, svartbotnótt, flekkótt og margt fleira, heldur eru líka einn eða tveir fulltrúar viðkomandi litar í Hvammshlíðarhjörðinni kynntir nánar. „Áherslan liggur þar með enn meira á sauðkindinni en áður. Það er brýn þörf á því finnst mér, ekki síst í ljósi allt of lágs kjötverðs til sauðfjárbænda,“ útskýrir Karólína. 

„Það eru til ótal hrossadagatöl og ljósmyndabækur í kringum hesta en til dæmis lambadagatalið eftir Ragnar í Sýrnesi er undantekning. Mér finnst það stórfurðulegt. Íslenska sauðkindin skipti jafn miklu máli í því að halda lífi í fólkinu áður fyrr og er í dag ómissandi þáttur sveitamenningar og auðvitað sem atvinnugrein.“

Bara júlí og ágúst alveg snjólausir

Eins og í fyrra fylgja áhugaverðar gamlar myndir sem passa við efnið, jafnvel fleiri en 2020. „En samt sem áður prýða dagatalið úrvals ljósmyndir úr hversdagslífi kindanna, hundanna og hrossanna í Hvammshlíð. Jörðin tilheyrir bæði Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði og var í eyði frá 1888 þangað til ég flutti. Núverandi bæjarstæði er í 310 m hæð þannig að á venjulegu ári eru einungis júlí og ágúst alveg „snjólausir“. Einstök náttúrufegurð birtist í mörgum myndum og auk þess persónuleiki fyrirsætanna sem eru langflestar nafngreindar. Þetta er einmitt eitt markmiðið hjá mér; að miðla sveitahamingju og gleðja lesendur, ekki síst þá sem eiga heima á mölinni eða jafnvel í útlöndum. Þess vegna er dagatalið bæði á íslensku og á þýsku, textarnir eru samt ekki alveg eins heldur skrifaðir með ólíkar þarfir lesendahópanna í huga,“ segir Karólína en hún fluttist til Íslands frá Þýskalandi þar sem hún er fædd.

Fæst um allt land

Hægt er að kaupa dagatalið beint hjá Karólínu og í verslunum á hennar svæði. Afhendingarstaðir eru eftir samkomulagi á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og Austurlandi til að spara sem flestum kaupendum dýrt burðargjald. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...