Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Mynd / mhh
Líf og starf 14. nóvember 2023

Teiknar íslensku húsdýrin

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Listakonan Katrín J. Óskarsdóttir í Miðtúni við Hvolsvöll gaf nýlega út veggspjald með íslensku húsdýrunum.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, teikningarnar koma út algerlega eins og ég teikna þær og prentun, pappír og allur frágangur er til fyrirmyndar. Svona plakat er mjög fræðandi fyrir t.d. skóla og leikskóla þar sem hægt er að sjá öll dýrin saman sem teljast til íslensku húsdýranna í réttum lit og útliti.“

Katrín, sem er með vinnustofu heima hjá sér, teiknar flesta daga en auk dýranna teiknar hún líka andlitsmyndir. „Núna er ég að teikna íslensku sauðalitina en hugmyndin er að gefa út plakat með þeim líka. Í þeirri vinnu hef ég kynnst mörgum sauðfjárbóndanum en þrátt fyrir að hafa alist upp í sveit þar sem voru meðal annars kindur hef ég fræðst ótrúlega mikið um sauðkindina og komist að því að kind er ekki sama og kind,” segir Katrín hlæjandi.

Hægt er að skoða verk Katrínar á Facebook-síðum hennar, annars vegar íslensku húsdýrin og hins vegar Fólk/People Art Gallery. Nýja húsdýraplakatið fæst m.a. í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli, í bókabúðum víða um land og í Húsdýragarðinum.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...