Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Katrín (t.h) með nýja plakatið sitt um íslensku húsdýrin sem hún var að teikna og gefa út.
Mynd / mhh
Líf og starf 14. nóvember 2023

Teiknar íslensku húsdýrin

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Listakonan Katrín J. Óskarsdóttir í Miðtúni við Hvolsvöll gaf nýlega út veggspjald með íslensku húsdýrunum.

„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar, teikningarnar koma út algerlega eins og ég teikna þær og prentun, pappír og allur frágangur er til fyrirmyndar. Svona plakat er mjög fræðandi fyrir t.d. skóla og leikskóla þar sem hægt er að sjá öll dýrin saman sem teljast til íslensku húsdýranna í réttum lit og útliti.“

Katrín, sem er með vinnustofu heima hjá sér, teiknar flesta daga en auk dýranna teiknar hún líka andlitsmyndir. „Núna er ég að teikna íslensku sauðalitina en hugmyndin er að gefa út plakat með þeim líka. Í þeirri vinnu hef ég kynnst mörgum sauðfjárbóndanum en þrátt fyrir að hafa alist upp í sveit þar sem voru meðal annars kindur hef ég fræðst ótrúlega mikið um sauðkindina og komist að því að kind er ekki sama og kind,” segir Katrín hlæjandi.

Hægt er að skoða verk Katrínar á Facebook-síðum hennar, annars vegar íslensku húsdýrin og hins vegar Fólk/People Art Gallery. Nýja húsdýraplakatið fæst m.a. í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli, í bókabúðum víða um land og í Húsdýragarðinum.

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á...