Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Mynd / EB
Líf og starf 8. október 2018

Það tekur um viku og 137 dagsverk að smala allan afrétt Fljótsdælinga

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Laugardaginn 22. september var réttað í Melarétt í Fljótsdal. Hátt á fjórða þúsund fjár var í réttinni, að sögn Jóhanns F. Þórhallssonar fjallskilastjóra. 
 
Afréttur Fljótsdælinga er afar víðfeðmur og skiptist í sex gangnasvæði sem eru Útheiði, 171 km2, en það fé er rekið í Melarétt. Þá er Rani, sem er 230 km2, Undir-Fell, 308 km2, Múli 232 km2, Kiðafell og Hraun, 103 km2 og Villingardalur, Flataheiði og Gilsárdalur 90 km2. 
 
137 dagsverk
 
Það eru lögð á 137 dagsverk til að smala þessi svæði. Gangnamenn eru sumir búnir að vera í smalamennskum á aðra viku. 
 
Göngum var flýtt vegna norðanáhlaupsins sem gerði um miðja vikuna á undan. Það fé sem er réttað á Melarétt kemur úr Útheiði, Rana, Undan-Fellum og af Vesturöræfum.
 
Ein stærsta rétt landsins var hlaðin úr grjóti fyrir 118 árum
 
Melarétt er ein stærsta rétt landsins, var hlaðin um aldamótin 1900 úr grjóti úr Bessastaðaá og er mikið mannvirki. Halldór Benediktsson teiknaði og stjórnaði byggingu réttarinnar, fyrst var réttað í Melarétt 26 sept. 1902. Þar sem grjótið í réttinni er sorfið undan árstraumnum þarf hún talsvert viðhald. Fjöldi fólks var í réttinni, heimamenn ásamt vinum og nágrönnum og gekk greiðlega að draga í sundur, margar hendur vinna ávallt létt verk. Réttarstjóri var Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, og stýrði hann skömmtun á fé inn í dráttarhring úr almenningi.

11 myndir:

Skylt efni: Melarétt | réttir

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...