Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka. Féð komið í réttina og Hallgrímur Þórhallsson á Skriðuklaustri byrjaður að draga í dilka.
Mynd / EB
Líf og starf 8. október 2018

Það tekur um viku og 137 dagsverk að smala allan afrétt Fljótsdælinga

Höfundur: Erna Bjarnadóttir
Laugardaginn 22. september var réttað í Melarétt í Fljótsdal. Hátt á fjórða þúsund fjár var í réttinni, að sögn Jóhanns F. Þórhallssonar fjallskilastjóra. 
 
Afréttur Fljótsdælinga er afar víðfeðmur og skiptist í sex gangnasvæði sem eru Útheiði, 171 km2, en það fé er rekið í Melarétt. Þá er Rani, sem er 230 km2, Undir-Fell, 308 km2, Múli 232 km2, Kiðafell og Hraun, 103 km2 og Villingardalur, Flataheiði og Gilsárdalur 90 km2. 
 
137 dagsverk
 
Það eru lögð á 137 dagsverk til að smala þessi svæði. Gangnamenn eru sumir búnir að vera í smalamennskum á aðra viku. 
 
Göngum var flýtt vegna norðanáhlaupsins sem gerði um miðja vikuna á undan. Það fé sem er réttað á Melarétt kemur úr Útheiði, Rana, Undan-Fellum og af Vesturöræfum.
 
Ein stærsta rétt landsins var hlaðin úr grjóti fyrir 118 árum
 
Melarétt er ein stærsta rétt landsins, var hlaðin um aldamótin 1900 úr grjóti úr Bessastaðaá og er mikið mannvirki. Halldór Benediktsson teiknaði og stjórnaði byggingu réttarinnar, fyrst var réttað í Melarétt 26 sept. 1902. Þar sem grjótið í réttinni er sorfið undan árstraumnum þarf hún talsvert viðhald. Fjöldi fólks var í réttinni, heimamenn ásamt vinum og nágrönnum og gekk greiðlega að draga í sundur, margar hendur vinna ávallt létt verk. Réttarstjóri var Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, og stýrði hann skömmtun á fé inn í dráttarhring úr almenningi.

11 myndir:

Skylt efni: Melarétt | réttir

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...