Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Silvia Windmann dýralæknir.
Silvia Windmann dýralæknir.
Líf og starf 21. desember 2016

Þrír geithafrar geltir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Silvia Windmann dýralæknir leit við að Felli í Finnafirði þegar blaðamaður Bændablaðsins var þar í heimsókn. Erindi hennar var að gelda þrjá geithafra.

Starfssvæði Silviu er Vopna­fjarðar­hreppur, Langanesbyggð, Svalbarðs­hreppur og Raufarhöfn, eða þjónustu­svæði sex eins og það er kallað. Erindi Silviu að Felli var að gelda þrjá geithafra.

Silvía er frá Þýskalandi en búin að búa á Íslandi í fjórtán ár. „Ég kom upphaflega til Íslands í starfsnám fyrir sautján árum og kynntist núverandi manninum mínum. Að starfsnáminu loknu sneri ég aftur til Þýskalands til að ljúka náminu og svo aftur til Íslands að því loknu.“

Silvia fór sér að engu óðslega kringum geithafrana áður en geldingin fór fram. Fyrst voru þeir svæfðir og eftir að þeir höfðu lognast út af lagði hún þá á hliðina.

Geldingartólið er stór og mikil töng sem brugðið er við rót pungsins og hert að. Ekki var neitt blóð að sjá við geldinguna en blaðamaður Bændablaðsins lét sér nægja að horfa á eina og hraðaði sér svo burt því ekki var laust við að hann væri töluvert smeykur við geldingatöngina. 

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...