Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 8. október 2024

Vettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst

Vettlingar koma alltaf að góðum notum. Hvort sem er í leik eða starfi, alltaf er gott að hafa góða vettlinga að setja á hendurnar. Góð gjöf fyrir alla herramenn.

DROPS Design: Mynstur u-955
Stærðir: S/M (L/XL)
Ummál: Ca 21 (23) cm.
Lengd: ca 24 (24) cm með uppábroti á stroffi.

Garn: DROPS KARISMA (fæst í Handverkskúnst).
- 50 (50) g litur 01, rjómahvítur.
- 100 (100) g aðallitur nr. litur 55, ljósbrúnn eða litur nr. 73, bensín.

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 3 eða sú stærð sem þarf til að fá 23 lykkjur x 32 umferðir = 10x10 cm.

Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1, A.2, A.3 og A.x. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning A.x sýnir hvar á að staðsetja þumalinn á hægri vettlingi. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

VETTLINGAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað frá úlnlið og upp meðan aukið er út fyrir þumal. Þegar útaukning fyrir þumal hefur verið gerð til loka, setjið þessar lykkjur á þráð áður en höndin er prjónuð til loka. Í lokin er þumallinn prjónaður.

Vinstri vettlingur: Fitjið upp 48 (48) lykkjur á sokkaprjóna nr. 3 með aðallit, prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til stroffið mælist 12 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út 0 (4) lykkjur jafnt yfir = 48 (52) lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 – þegar prjónað hefur verið upp að svörtu rúðunum í mynsturteikningu, prjónið A.2 yfir þessar 3 lykkjur. Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu A.1 og A.2 (auknar eru út lykkjur í A.2). Eftir síðustu umferð í A.2, eru 11 lykkjur í A.2 – setjið þessar lykkjur á þráð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 lykkjur þar sem lykkjur voru settar á þráð = 48 (52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan eftir A.1 yfir allar lykkjur. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka eru 8 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Þumall: Setjið 11 þumallykkjur frá þræði á sokkaprjóna nr. 3. Byrjið umferð með því að prjóna upp 9 lykkjur á bakhlið á þumli (takið upp 2 lykkjur í hvorri hlið, 5 lykkjur í 3 lykkjurnar sem fitjaðar voru upp) = 20 lykkjur.

Prjónið mynsturteikningu A.3. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, eru 4 lykkjur eftir í umferð. Klippið frá, þræðið í gegnum lykkjurnar og festið vel.

Hægri vettlingur: Prjónið á sama hátt og vinstri vettling, en þumallinn er prjónaður í gagnstæðri hlið – sjá mynsturteikningu A.x sem sýnir hvar á að prjóna þumalinn í mynstri.

Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...