Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Mynd / Aðsend
Menning 31. mars 2023

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Brynja Baldursdóttir hefur hlotið nafnbótina bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023 en viðurkenningin var afhent nýlega í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Þetta er fjórtánda árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins. Brynja, sem er myndlistarmaður og grafískur hönnuður, er fædd 1964 og búsett á Siglufirði. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1982-1986 og er hún með mastersgráðu frá Royal College of Art í Bretlandi þar sem hún stundaði einnig doktorsnám.

Brynja hefur sýnt verk sín víða hér heima og erlendis og eru hennar helstu listform bóklist og lágmyndir. Þá má geta þess að EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg festi nýverið kaup á stóru verki eftir Brynju sem kemur til með að verða sett upp fyrir aftan dómarana í dómsal í höfuðstöðvum þeirra.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...