Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir.
Mynd / Aðsend
Menning 31. mars 2023

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Brynja Baldursdóttir hefur hlotið nafnbótina bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023 en viðurkenningin var afhent nýlega í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.

Þetta er fjórtánda árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins. Brynja, sem er myndlistarmaður og grafískur hönnuður, er fædd 1964 og búsett á Siglufirði. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann á árunum 1982-1986 og er hún með mastersgráðu frá Royal College of Art í Bretlandi þar sem hún stundaði einnig doktorsnám.

Brynja hefur sýnt verk sín víða hér heima og erlendis og eru hennar helstu listform bóklist og lágmyndir. Þá má geta þess að EFTA-dómstóllinn í Lúxemborg festi nýverið kaup á stóru verki eftir Brynju sem kemur til með að verða sett upp fyrir aftan dómarana í dómsal í höfuðstöðvum þeirra.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...