Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til að hækka svokallað smæðarálag til minni hjúkrunarheimila? Á að breyta fjármögnun minni hjúkrunarheimila til að auka sveigjanleika í greiðsluþátttöku hins opinbera?

Þetta voru spurningar mínar til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í mars. Rekstur margra minni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni er erfiður og sveitarfélög sem skila rekstri hjúkrunarheimila til ríkisins óttast það mörg hver að hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu verði lögð niður. Óttinn er líka sá að hjúkrunarheimilin verði sameinuð öðrum heimilum á sama landshluta og að fólk verði jafnvel flutt hreppaflutningum. Hér er um gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar, ekki síst smærri byggða.

Ekki fer á milli mála að þörf er á gríðarlegri fjölgun hjúkrunarrýma miðað við löngu fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki tryggt að uppbygging nýrra hjúkrunarheimila gangi greiðlega. Hún hefur einnig ekki sinnt skyldum sínum um að fjármagna með viðhlítandi hætti rekstur þeirra hjúkrunarheimila sem fyrir eru. Mikilvægt er að uppbygging og fjármögnun taki til alls landsins og tekið verði til landsbyggðarinnar og smærri hjúkrunarheimila í smærri byggðum.

Í áðurnefndum fyrirspurnatíma spurði ég heilbrigðisráðherra einnig um það hvort smærri hjúkrunarrými á landsbyggðinni þurfi ekki aukið fjármagn. Fjárveitingar til hjúkrunarheimila skiptast í nokkra mismunandi þætti, en einn mikilvægur hluti þeirra er hið svokallaða smæðarálag. Fjármunir undir þessum lið fara til minnstu hjúkrunarheimila landsins sem mörg hver eru í smærri byggðum út um landið allt. Smæðarálaginu er ætlað að jafna að hluta mismun í rekstrarkostnaði milli minni og stærri hjúkrunarheimila.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa kallað eftir því að smæðarálagið verði hækkað um 150 milljón krónur í umsögnum sínum við bæði fjárlög þessa og síðasta árs. Hækkun á smæðarálaginu myndi renna hlutfallslega meira til allra minnstu hjúkrunarheimilanna. Smæðarálagið hefur hækkað en betur má ef duga skal til að tryggja viðundandi rekstrargrundvöll minni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Rekstur hjúkrunarheimila á landsbyggðinni er áfram erfiður þrátt fyrir greiðslu smæðarálagsins og þurfa sveitarfélög iðulega að leggja hjúkrunarheimilum til viðbótarfjármagn.

Hér er um gríðarlega mikið réttindamál að ræða hvað varðar rétt aldraðra til að dvelja síðasta hluta ævi sinnar í heimabyggð. Við getum ekki horft fram hjá því þegar verið er að leggja niður hjúkrunarheimili á landsbyggðinni á meðan við stöndum frammi fyrir gríðarlegri þörf á fjölgun hjúkrunarrýma.

Ég tel mjög mikilvægt að halda utan um fjölbreytileikann í rekstri hjúkrunarheimila, að þetta safnist ekki allt saman í fá stór stofnanavædd hjúkrunarheimili hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Við verðum að taka tillit til íbúa héraða úti á landi, fólks sem vill dvelja síðasta hluta ævinnar í byggðarlagi sínu, í sinni sveit, í sínu héraði og þá með sínu heimafólki.

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...