Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Höfundur: Eyjólfur Ármannsson, þingmaður og oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til að hækka svokallað smæðarálag til minni hjúkrunarheimila? Á að breyta fjármögnun minni hjúkrunarheimila til að auka sveigjanleika í greiðsluþátttöku hins opinbera?

Þetta voru spurningar mínar til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í mars. Rekstur margra minni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni er erfiður og sveitarfélög sem skila rekstri hjúkrunarheimila til ríkisins óttast það mörg hver að hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu verði lögð niður. Óttinn er líka sá að hjúkrunarheimilin verði sameinuð öðrum heimilum á sama landshluta og að fólk verði jafnvel flutt hreppaflutningum. Hér er um gríðarlega mikilvægt hagsmunamál fyrir íbúa landsbyggðarinnar, ekki síst smærri byggða.

Ekki fer á milli mála að þörf er á gríðarlegri fjölgun hjúkrunarrýma miðað við löngu fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki tryggt að uppbygging nýrra hjúkrunarheimila gangi greiðlega. Hún hefur einnig ekki sinnt skyldum sínum um að fjármagna með viðhlítandi hætti rekstur þeirra hjúkrunarheimila sem fyrir eru. Mikilvægt er að uppbygging og fjármögnun taki til alls landsins og tekið verði til landsbyggðarinnar og smærri hjúkrunarheimila í smærri byggðum.

Í áðurnefndum fyrirspurnatíma spurði ég heilbrigðisráðherra einnig um það hvort smærri hjúkrunarrými á landsbyggðinni þurfi ekki aukið fjármagn. Fjárveitingar til hjúkrunarheimila skiptast í nokkra mismunandi þætti, en einn mikilvægur hluti þeirra er hið svokallaða smæðarálag. Fjármunir undir þessum lið fara til minnstu hjúkrunarheimila landsins sem mörg hver eru í smærri byggðum út um landið allt. Smæðarálaginu er ætlað að jafna að hluta mismun í rekstrarkostnaði milli minni og stærri hjúkrunarheimila.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa kallað eftir því að smæðarálagið verði hækkað um 150 milljón krónur í umsögnum sínum við bæði fjárlög þessa og síðasta árs. Hækkun á smæðarálaginu myndi renna hlutfallslega meira til allra minnstu hjúkrunarheimilanna. Smæðarálagið hefur hækkað en betur má ef duga skal til að tryggja viðundandi rekstrargrundvöll minni hjúkrunarheimila á landsbyggðinni. Rekstur hjúkrunarheimila á landsbyggðinni er áfram erfiður þrátt fyrir greiðslu smæðarálagsins og þurfa sveitarfélög iðulega að leggja hjúkrunarheimilum til viðbótarfjármagn.

Hér er um gríðarlega mikið réttindamál að ræða hvað varðar rétt aldraðra til að dvelja síðasta hluta ævi sinnar í heimabyggð. Við getum ekki horft fram hjá því þegar verið er að leggja niður hjúkrunarheimili á landsbyggðinni á meðan við stöndum frammi fyrir gríðarlegri þörf á fjölgun hjúkrunarrýma.

Ég tel mjög mikilvægt að halda utan um fjölbreytileikann í rekstri hjúkrunarheimila, að þetta safnist ekki allt saman í fá stór stofnanavædd hjúkrunarheimili hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Við verðum að taka tillit til íbúa héraða úti á landi, fólks sem vill dvelja síðasta hluta ævinnar í byggðarlagi sínu, í sinni sveit, í sínu héraði og þá með sínu heimafólki.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...