Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frændur fagna skógi
Menning 14. nóvember 2023

Frændur fagna skógi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Íslands gaf nýverið út yfirgripsmikla bók sem fjallar um sögu samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar.

Hér er farið allt aftur til landnáms fram til okkar daga. Stærstur hluti bókarinnar gerir grein fyrir 32 skiptiferðum sem voru gerðar milli Noregs og Íslands á árunum 1949 til 2000. Hópar Íslendinga fóru sextán sinnum til Noregs og komu norskir hópar til Íslands jafn oft. Þó þetta væru skiptiferðir var ljóst að Íslendingar höfðu mun meira að læra af Norðmönnum en öfugt, enda þeir síðarnefndu fagmenn á meðan við vorum byrjendur.

Skógræktarfólk öðlaðist tækifæri til að fá verklega kennslu á hliðum skógræktar sem ekki voru þróaðar hérlendis. Þar má nefna skógarhögg og grisjun, en timburvinnsla er öflug atvinnugrein í Noregi.

Norðmenn sem komu til Íslands gátu bent íslensku skógræktarfólki hvað hægt væri að gera betur, en þegar hingað var komið var ferðast um mismunandi skógræktarsvæði. Þá gafst Norðmönnum færi á að komast í snertingu við trjátegundir sem sjaldgæfar eru á heimaslóðunum.

Óskar Guðmundsson er höfundur bókarinnar, en hún er bæði á íslensku og norsku. Þá er hún liðlega 330 síður í stóru broti – ríkulega myndskreytt og aðgengileg. Hérna býðst lesendum innsýn í þróun menningar í kringum íslenska skógrækt, enda hefur samvinna Íslendinga og Norðmanna haft mikil áhrif á mótun greinarinnar hérlendis. Kjörgripur fyrir alla sem hafa áhuga á skógrækt. 

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm
Líf og starf 4. mars 2025

Nælonsokkar, fallhlífar og hengirúm

Í upphafi síðustu aldar, þegar félagslega varð ásættanlegt fyrir konur að sýna á...